fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Næturlest, njósnaflugvél og orustuþota komu við sögu á ferð Zelenskyy til Bandaríkjanna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. desember 2022 10:30

Volodymyr Zelenskyy. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki einfalt mál að koma þjóðarleiðtoga úr landi þegar land hans á í stríði og þetta er væntanlega sérstaklega erfitt þegar land hans á í stríði við Rússland. En samt sem áður tókst að koma Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu, frá Kyiv til Washington D.C. í vikunni.

BBC skýrði frá því í gærkvöldi hvernig ferðalaginu var háttað en undirbúningur þess hafði staðið yfir um langa hríð en hafði að vonum verið haldið stranglega leyndum því engum dylst að Rússar vilja gjarnan gera út af við Zelenskyy.

Á þriðjudaginn fór Zelenskyy í óvænta heimsókn til Bakhmut í austurhluta Úkraínu en þar geisa blóðugir bardagar og hefur ástandinu þar verið líkt við bardaga í fyrri heimsstyrjöldinni.

Frá Bakhmut fór hann síðan aftur til Kyiv og fljótlega eftir komuna þangað fór hann með næturlest til pólska bæjarins Przemysl. Þar sást til hans og fylgdarliðs hans á brautarpallinum snemma á miðvikudagsmorgun.

Þar beið hans bílalest. Margir af bílunum voru af gerðinni Chevrolet Suburban en það eru bílar sem bandarísk yfirvöld nota mjög oft.

BBC segir að fluggögn sýni að ekki löngu síðar hafi Boeing C-40 flugvél tekið á loft frá flugvellinum í Rzeszow, sem er um 80 km vestan við Przemysl. Talið er að Zelenskyy hafi verið í þeirri vél.

Vélin tók stefnuna til Englands en áður en henni var flogið út yfir Norðursjóinn skannaði njósnavél frá NATO himininn og hafið en rússneskir kafbátar halda sig oft á þessum slóðum. Véli Zelenskyy fékk síðan fylgd F15 orustuþotu áleiðis til Bandaríkjanna þar sem vélin lenti um hádegi.

BBC bendir á að það þurfi ekki að koma á óvart að engar upplýsingar hafi verið gerðar opinberar um ferð forsetans til Bandaríkjanna. Mikil leynd og öryggisgæsla eigi sér stað í tengslum við ferðir forseta á friðartímum og á stríðstímum séu leyndin og öryggisgæslan enn meiri.

Talið er að Zelenskyy sé kominn aftur til Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Frans páfi farinn á vit feðra sinna

Frans páfi farinn á vit feðra sinna
Fréttir
Í gær

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“