Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkt að framlengja gæsluvarðhald yfir ungum karlmanni sem var handtekinn ásamt á þriðja tug manna í tengslum við rannsókn á stunguárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club um miðjan síðasta mánuð. RÚV greinir frá en Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta við fréttastofu ríkismiðilsins.
Gæsluvarðhaldið yfir manninum var framlengt til 17. janúar en þetta er eini sakborningurinn sem enn er í haldi vegna árásarinnar. Um tíma voru hátt í tuttugu einstaklingar í gæsluvarðhaldi vegna málsins.
Alls voru þrír ungir menn stungir misoft í árásinni en enginn þeirra var í lífshættu. Þá var einn árásarmannanna sömuleiðis fyrir hnífsstungu.
Frá því árásin átti sér stað hefur verið róstursamt í undirheimum en hefndaraðgerðir, þar á meðal eld- og bensínsprengjur á heimili, og hótanir hafa farið hátt og ratað á síður fjölmiðla.