Stefán Pálsson, sagnfræðingur, og Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku mæta í Fréttavakt kvöldsins til að gera upp viðburðaríka viku. Þau segja merkilegt hvað það komi landanum alltaf jafn mikið á óvart að hér bresti á með vetri. Vetrarfærð og lokanir á Reykjanesbraut settu svip sinn á aðdraganda jólanna.
Ritstýrur helgarblaðs Fréttablaðsins mættu beint úr skötuveislu og sögðu frá merkilegu viðtali í blaði morgundagsins. Þar er rætt við konu sem kýs að vera ein í draumahúsi föður síns í Ólafsfirði á jólunum.
Eyjólfur Kristjánsson og Helga Möller slá svo botninn í þorláksmessuþátt Fréttavaktarinnar.