Á Fréttavaktinni í kvöld segjum við frá því að Selensíký forseta Úkraínu var fagnað sem þjóðhetju þegar hann heimsótti Bandaríkjaþing í gærkvöldi. Hann segir að tengslin milli Úkraínu og Bandaríkjanna hafi styrkst mjög á síðustu 30 dögum.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að brýnt sé að ríki Atlantshafsbandalagsins standi þétt með Úkraínu. Hún heimsótti landið fyrir skömmu og hitti Selenski forseta landsins.
Forstöðumaður fjölmenningarseturs, segir að trekk komi upp mál þar sem fólki af erlendum uppruna sé mismunað hjá hjálparsamtökum hér á landi. Hún segir að þetta megi aldrei eiga sér stað.
Flugvélarfarmur af hlýjum vetrarfatnaði frá Íslandi er kominn í notkun hjá úkraínskum hermönnum á vígstöðvunum í Úkraínu. Hermenn senda hlýjar óskir til Íslendingar fyrir hjálpina.