fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fréttir

Þórdís fordæmir ákvörðun Talíbana

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. desember 2022 19:00

Liðsmenn Talibana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórn Talíbana í Afganistan hefur ákveðið að banna háskólamenntun kvenna í landinu. CNN greinir frá. Um er að ræða enn eitt skrefið sem yfirvöld í landinu hafa tekið til þess að skerða mannréttindi stúlkna og kvenna í landinu frá valdatöku Talíbana í ágúst í fyrra. Í mars á þessu ári bönnuðu yfirvöld stúlkum að sækja sér menntun um fram barnaskólastig.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, birti yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún sagðist vera miður sín vegna ákvörðunarinnar. Um væri að ræða skammarleg ákvörðun og verið væri að níðast á rétti kvenna og stúlkna til að mennta sig.

Mannréttindasamtök hafa fordæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar og það hafa sömuleiðis bandarísk stjórnvöld gert. Með henni séu stjórnvöld í Afganistan að einangra sig enn frekar á alþjóða vettvangi

Talíbanar stjórnuðu Afganistan með harðri hendi á árunum 1996 til 2001 og brutu þá í hvívetna á mannréttindum stúlkna og kvenna. Þegar Talíbanar tóku svo aftur við valdataumunum á síðasta ári var hófsamari nálgun lofað en þau fyrirheit virðast ekki ætla að rætast.

Færsla utanríkisráðherra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Tveir menn ákærðir fyrir hópnauðgun

Tveir menn ákærðir fyrir hópnauðgun
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hvimleitt vandamál búðarferða – „Ég er ógeðslega leiðinleg þegar kemur að þessu, ég bara nenni þessu ekki“

Hvimleitt vandamál búðarferða – „Ég er ógeðslega leiðinleg þegar kemur að þessu, ég bara nenni þessu ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hilmar Þór segir Trump þann eina sem geti bundið enda á stríðið í Úkraínu – Þetta er ástæðan

Hilmar Þór segir Trump þann eina sem geti bundið enda á stríðið í Úkraínu – Þetta er ástæðan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar svaraði fyrir sig eftir að Össur lét hann heyra það

Einar svaraði fyrir sig eftir að Össur lét hann heyra það