fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fréttir

Stundin og Kjarninn sameinast á nýju ári

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. desember 2022 08:13

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Þórður Snær Júlíusson verða ritstjórar hins sameinaða miðils.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðstand­endur Kjarn­ans og Stund­ar­innar hafa náð samkomulagi um sameiningu frá og með næstu áramótum og þá mun nýr miðill með nýju nafni verða til. Þetta kemur fram í tilkynningum á heimasíðum fjölmiðlanna nú í morgun.

Ráðgert er að kjarnastarfsemi fjölmiðilsins verði dagleg fréttasíða og prentútgáfa sem koma mun út tvisvar í mánuði. Fyrsti útgáfudagur, að óbreyttu, verður 13. janúar 2023 en þangað til verða fjölmiðlarnir reknir með óbreyttu sniði.

Ritstjórar miðilsins verða Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Þórður Snær Júlíusson en Helgi Seljan gegn starfi rannsóknarritstjóra. Aðaláherslan verður lög á rannsóknarblaðamennsku, greiningar og daglegar fréttir „frá sjónarhóli almennings fremur en sérhagsmuna,“ eins og segir í tilkynningu.

Ingibjörg Dögg segir sameininguna tilkomna vegna sameiginlegs tilgangs beggja miðla. „Báðir miðlar eru í dreifðu eignarhaldi, óháðir hagsmunablokkum og hafa lifað eftir ákvörðunum almennings um að styrkja þá eða kaupa áskrift. Eina raunhæfa leiðin til að stunda almennilega rannsóknarblaðamennsku er að starfa á forsendum almennings.“

Þórður Snær segir að stærri miðill sem byggir á aðkomu og stuðningi almennings hafi mikil tækifæri til að vaxa og dafna í íslensku fjölmiðlaumhverfi. „Það er mikil eftirspurn eftir greinandi aðhaldsblaðamennsku sem stendur með almenningi og neytendum. Ég er sannfærður um að saman séum við sterkari en í sitthvoru lagi.“

Ennfremur segir að eigendahópur sameinaðs útgáfufélags telji á fjórða tug einstaklinga; bæði úr hópi starfsmanna og fólks utan rekstrarins. Enginn sé með meira en tíu prósenta eignarhlut og standi til að tryggja að svo verði áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Kristófer sár og reiður eftir að eggjum var kastað í myndir af frambjóðendum Miðflokksins

Kristófer sár og reiður eftir að eggjum var kastað í myndir af frambjóðendum Miðflokksins
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Martröð í París: Óprúttnir aðilar hirtu rúma hálfa milljón af debetkorti Íslendings – Góðverkið dró dilk á eftir sér

Martröð í París: Óprúttnir aðilar hirtu rúma hálfa milljón af debetkorti Íslendings – Góðverkið dró dilk á eftir sér
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Úrvalssveitir“ Rússa sagðar vera veikburða og úreltar

„Úrvalssveitir“ Rússa sagðar vera veikburða og úreltar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Inga Sæland mest áberandi í kosningamyndbandi sem varar við karlmönnum sem vilji skerða réttindi kvenna

Inga Sæland mest áberandi í kosningamyndbandi sem varar við karlmönnum sem vilji skerða réttindi kvenna