fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Loftræstikerfi blés saurlofti inn til leikskólabarna

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. desember 2022 06:39

Mynd tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slæm loftgæði í leikskólanum Grandaborg í Reykjavík má rekja til þess að loftræstikerfið blés saurlofti inn til leikskólabarna og starfsmanna leikskólans. Þetta kemur fram í forsíðufrétt Fréttablaðsins í morgun.

Á fundi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar var farið mál leikskólans. Greinir Fréttablaðið frá því að í minnisblaði Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, hafi komið fram að aðalorsök slæmra loftgæða á leikskólanum hafi verið skriðkjallari undir húsinu og hönnun á loftræstikerfi. „Ennfremur kom í ljós að skólprör hafði farið í sundur vegna þess að húsið hefur sigið á liðnum árum. Þar af leiðandi hafði skólp seytlað ofan í jarðveg í kjallaranum. Loftræstikerfið blæs svo lofti úr kjallaranum, upp í húsnæði leikskólans,“ sagði í minnisblaðinu.

Þessi vandræði urðu til þess að leikskólanum var lokað og starfsemin flutt á þrjá staði í október síðastliðnum. Ekki var komið til móts við óskir foreldra um að starfsemin yrði færð á einn stað en ekki hefur gengið að finna hentugt húsnæði.

Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar

Mikið hefur gengið á í starfi leikskólans í byrjun desember var greint frá því að nokkrir starfsmenn hefðu sagt upp störfum vegna óánægju með fram­komu og meintan ó­heiðar­leika Reykja­víkur­borgar gagn­vart börnum, for­eldrum starfs­mönnum og leik­skóla­stjóra Grandaborgar.

Þá kemur fram í umfjöllun Fréttablaðsins að rakaskemmdir og mygla hafa nú fundist í alls 28 leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum á þessu ári og samkvæmt heimildum blaðsins blasir við að tveimur öðrum leikskólum verði lokað á næstunni.  Leikskólastjórar eru orðnir langþreyttir á ástandinu í húsnæðismálum og undrast þögn ráðamanna.

Hér má lesa frétt Fréttablaðsins í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu
Fréttir
Í gær

Ilræmdur rússneskur pyntingastjóri drepinn með bílsprengju

Ilræmdur rússneskur pyntingastjóri drepinn með bílsprengju
Fréttir
Í gær

Uppnám í Langholtshverfi vegna drápshunda – „Þessir hundar voru að drepa kött kærastans míns! Hringdu á lögguna strax“

Uppnám í Langholtshverfi vegna drápshunda – „Þessir hundar voru að drepa kött kærastans míns! Hringdu á lögguna strax“