fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Gunnar búinn að fá nóg – Segir viðtalið við Alexöndru hafa minnt á „grínskets úr Fóstbræðrum“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. desember 2022 13:30

Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið rætt um snjómokstur í borginni undanfarna daga eftir að jólasnjórinn mætti með liðstyrk um helgina og hefur síðan þá verið að hrekkja Íslendinga með því að gera hvern veginn eftir öðrum ófæran og jafnvel heilu hverfin það erfið að enginn kemst í gegnum þau nema upphækkaðir fjórhjóladrifnir jeppar og svo fuglinn fljúgandi.

Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, er íbúi í Reynisvatnsási í Reykjavík og hann segist vera búinn að fá nóg af aðgerðarleysi borgarinnar í snjómokstri.

Hann ritar grein um málið sem birtist hjá Vísi.

„Enn eina ferðina er allt í rugli þegar snjómokstur í Reykjavík er annars vegar og sem fyrr er borgarstjórnarmeirihlutinn algjörlega úti á túni í þessu máli sem mörgum öðrum.“

Viðtalið eins og grínatriði úr Fóstbræðrum

Gunnar Rúnar segir að formaður umhverfis- og skipulagsráðs, Alexandra Briem, hafi mætt í beina útsendingu á RÚV á sunnudaginn og sagt þar að taka ætti allar húsagötur og ryðja síðar þann daginn. Það hafi þó ekki gengið eftir. Telur Gunnar að borgarstjóri ætti kannski að hringja í nágrannasveitarfélög og spyrja þau hvernig þau fóru að því að verða sér úti um snjóruðningstæki.

„Það er ljóst að kjörnir fulltrúar okkar þurfa hjálp. Dæmin sanna að þeir eru ófærir um að bregðast við snjókomu og ófærð, sem þó er árlegur viðburður í borginni. Fólk er ekki búið að gleyma getuleysi borgaryfirvalda síðasta vetur. Þá var ástandið líka hörmulegt.“

Gunnar Rúnar furðar sig líka á ummælum Alexöndru Briem um stýrihóp um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg.

„Viðtalið var annars eins og grínskets úr Fóstbræðrum, sem verður ekki alveg eins fyndið þegar áhorfendur sitja fastir heima hjá sér í ófærðinni. Besti vinur aðal, Einar Þorsteinsson, er álíka brattur í ófærðinni og aðrir í borgarstjórnarmeirihlutanum og mætti í Bylgjuna á mánudagsmorgun og sagði moksturinn ganga ágætlega. Og gat þess líka að það væri búið að skafa götuna hjá honum. Talandi um að strá salti í sárin.“ 

Er það óeðlileg krafa?

Gunnar Rúnar er, eins og áður segir, íbúi í Reynisvatnsási. Tvær akstursleiðir séu inn í hverfið og báðar um Haukdælabraut sem liggi í einskonar boga í gegnum hverfið. Arðar götur séu botnlangar. Því sé nauðsynlegt að Haukdælabrautin sé mokuð.

„Að sjá þar snjóruðningstæki á vegum borgarinnar er hins vegar ólíklegra heldur en að sjá geirfugl. Þeir íbúar sem þó ná að moka sig út úr öðrum götum og botnlöngum í hverfinu eru jafn fastir og áður. Þessu verður að breyta strax og setja þann hluta Haukdælabrautar í forgang sem tengir hana við aðrar götur og botnlanga. Að öðrum kosti sitja allir fastir í hverfinu.“ 

Gunnar Rúnar segist nú vera á fjórða degi ófærðar og sé ástandið farið að reyna á þolinmæðina. Varla geti það ver að biðja um of mikið að ætlast til þess að borgin sinni snjómokstri.

„Og þá er ég ekki að tala um mokstur húsagatna. Það væri líklega of langt gengið. Heldur bara gatna til að komast út úr hverfum borgarinnar. Er það, eitt og sér, óeðlileg krafa?“

Í raun hafa ummæli Alexöndru Briem um stýrihópin vakið töluverða athygli. En fréttastofa RÚV ræddi við Alexöndru á sunnudag og þar lét hún þau ummæli falla að borgin væri með stýrihóp sem hefði þann tilgang að endurskoða þjónustuhandbók vetrarþjónstu hjá borginni. Viðtalið má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður