Móberg á Selfossi hefur verið kjörin fallegasta nýbyggingin árið 2022. Ljótasta nýbyggingin var valin Hallgerðargata 13.
Um var að ræða kosningu sem samtökin Arkitektúruppreisnin á Íslandi stóðu fyrir. Um þrjú þúsund manns tóku þátt í kosningunni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá samtökunum.
Næstfallegasta byggingin var Hverfisgata 88 í Reykjavík og Hotel Reykjavik Saga í þriðja sæti. Í fréttatilkynningunni segir:
„Sigurvegari Heiðursverðlauna Arkitektúruppreisnarinnar er Móberg á Selfossi með 54,2% atkvæða. Í öðru sæti er Hverfisgata 88 í Reykjavík með 16,0% atkvæða. Í þriðja sæti er Hotel Reykjavík Saga í Reykjavík með 11,3% atkvæða.
Sigurvegari Skelfingar medalíunnar er Hallgerðargata 13 í Reykjavík með 34,7% atkvæða. Í öðru sæti er Hringhamar 7 í Hafnarfirði með 22,7% atkvæða. Í þriðja sæti er Álalækur 1-3 á Selfossi með 10,8% atkvæða.“