Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Alexöndru Briem, formanni umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar, að til skoðunar sé hvort það þurfi að endurskoða samningsákvæði. „Ég hef hugsað hvort hægt sé að endurskoða þessi ákvæði, en grunnlínan er að það þarf ákveðinn fjölda af starfsfólki til að sinna viðbragðsþjónustu. Þeir þurfa að vera á launum hvort sem það eru verkefni eða ekki,“ sagði hún.
Hún sagði að þetta væri meðal annars eitt af því sem gerir að verkum að borgin sé að skoða hvort hún eigi að taka einhvern hluta snjómoksturs yfir.
Hún sagði að það geti verið að þessir samningar séu ein helsta ástæðan fyrir að kostnaður við snjómokstur fór 500 milljónum fram úr áætlun síðasta vetur.