fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Fréttir

Segja að Wagner-hópurinn noti „grimmdarlega“ taktík í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. desember 2022 08:00

Úkraínskur skriðdreki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn alræmdi Wagner-hópur, sem er rússneskt málaliðafyrirtæki, gegnir mikilvægu hlutverki í orustunni um bæinn Bakhmut í Donetsk í Úkraínu. Breska varnarmálaráðuneytið segir í einni af daglegri stöðuskýrslu sinni um gang stríðsins að hópurinn beiti grimmdarlegri taktík í bardögunum þar.

Ráðuneytið segir að orustan um Bakhmut sé ekkert annað en orusta þar sem spurningin sé hvor aðilinn haldi lengur út. Segir ráðuneytið að Wagner-hópurinn hafi þróað ákveðna sóknaraðferð.

Hún gengur út á að sá mikli fjöldi fanga, sem hafa verið fengnir til liðs við hópinn, eru notaðar í bardögunum um bæinn. Segir ráðuneytið að óreyndir fangar séu sendir í fremstu víglínu, líklega með snjallsíma eða spjaldtölvu sem sýna þá leið sem þeir eiga að fara, á meðan yfirmenn eru í skjóli og gefa þeim fyrirmæli þaðan en þeir eru taldir nota dróna til að fylgjast með ferðum undirmanna sinna.

Ef fangarnir fara út af þeirri leið, sem þeir eiga að nota, er þeim líklega hótað aftöku að sögn ráðuneytisins.

Oft eru nýliðarnir að sögn sendir vopnaðir af stað en sjaldan í samfloti við brynvarin ökutæki.

Segir ráðuneytið þessa aðferð grimmdarlega því markmiðið með henni sé að vernda reynda yfirmenn og brynvarin ökutæki sem eru að sögn af skornum skammti. Er föngunum því einfaldlega fórnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“
Fréttir
Í gær

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Í gær

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“