fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Rússar beita nýjum aðferðum til að fá fleiri til liðs við herinn – Myndband

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. desember 2022 21:00

Herkvaðningu var mótmælt víða í Rússlandi haustið 2022. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt hefur verið um það að undanförnu að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, kunni að grípa til nýrrar herkvaðningar. 300.000 menn voru kvaddir í herinn í haust og hefur Pútín sagt að það dugi til, ekki þurfi að grípa til annarrar herkvaðningar.

En því trúa ekki allir, sérstaklega ekki þegar horft er til þess að Rússar eru í miklum vandræðum í Úkraínu þar sem úkraínski herinn hefur frumkvæðið í stríðinu.

Danska ríkisútvarpið hefur eftir Flemming Splidsboel, sérfræðingi í rússneskum málefnum hjá Dansk Institit for Internationale Studier (DIIS) að mikið sé um orðróma um nýja herkvaðningu í Rússlandi. Yfirvöld staðhæfi að sú leið verði ekki farin en almenningur viti að stríðsreksturinn gengur illa og því fari orðrómar af þessu tagi af stað.

Um helgina skýrðu fjölmiðlar víða um heim frá því að rússnesk yfirvöld reyni nú að lokka fleiri til liðs við herinn. CNN segir að áróðursmyndböndum hafi fjölgað mjög á rússneskum samfélagsmiðlum á síðustu dögum. Í einu þeirra ákveður ungur maður að fara í stríð í stað þess að skemmta sér með vinum sínum. Síðan kaupir hann sér bíl fyrir launin hjá hernum. Fleiri álíka myndbönd eru í dreifingu en með þeim er reynt að láta líta út fyrir að hermennska sé eftirsóknarverð.

BBC segir að nú verði tónlistarmenn sendir í fremstu víglínu til að hvetja hermennina til dáða og bæta baráttuanda þeirra.

„Drengirnir hafa yfirgefið landið en karlmennirnir eru hér“

Í einu af áróðursmyndböndunum sjást tveir ungir menn horfa á vel klæddan mann, starfsmann í fjármálageiranum, setja föggur sínar inn í bíl og segja að hann sé að yfirgefa Rússland og fari til Georgíu. Á sama tíma kemur eldri kona út úr verslun. Hún missir vörur sínar en vel klædda manninum er alveg sama um það en hins vegar flýta ungu mennirnir sér henni til aðstoðar. „Drengirnir hafa yfirgefið landið en karlmennirnir eru hér,“ er þá sagt. Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndbandið.

Myndbandið fellur vel að ummælum Pútíns fyrir nokkrum mánuðum þegar hann ræddi um þá Rússa sem hafa yfirgefið Rússland. Hann kallaði þá svikara og er ekki annað að sjá en vel klæddi maðurinn sé einmitt þannig týpa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“
Fréttir
Í gær

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi