Bænir fólks um jólasnjó rættust um helgina en snjónum hefur þó fylgt mikil vandræði, sérstaklega hjá þeim sem áttu bókað flug til eða frá Íslandi. Hverju fluginu hefur verið aflýst á fætur öðru undanfarna daga og er fjöldi fólks strandaglópar hér á landi. Það bætir svo gráu ofan á svart að jólin eru að nálgast og óttast sumir að komast ekki heim til sín fyrir hátíðarnar.
Þetta er á meðal þess sem kemur fram þegar rennt er í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter. Töluverður fjöldi útlendinga beinir reiði sinni að Icelandair og lætur flugfélagið heyra það á miðlinum. Margir þeirra furða sig á þjónustunni, eða öllu heldur skortinum á henni, við þá sem sitja fastir hér á landi vegna aflýstra flugferða.
„Þetta gæti verið ein af verstu upplifunum lífs míns,“ segir til dæmis Shabib Saqib, ferðamaður sem situr fastur á flugvellinum í Keflavík. Shabib kennir Icelandair um að bregðast ekki nógu vel við óveðrinu og segir að það sé vandamálið, ekki óveðrið sjálft.
This may have been one of the worst experiences of my life traveling with @Icelandair. Hundreds, if not thousand, are stranded at ReykJavik airport due to incompetency of IcelandAir management. It is not the storm, it is how you managed it which is a problem 👇 pic.twitter.com/v2RHNXox3B
— Shahab Saqib (@sufi_shahab) December 20, 2022
Í mörgum færslum á samfélagsmiðlinum má sjá ferðamenn deila myndum af því hvar þeir hafa þurft að sofa á flugvellinum. Það er óhætt að segja að flugvöllurinn í Keflavík verður seint þekktur sem sá þæginlegasti til þess að eyða nóttinni á. „Mér líður eins og rifbeinin mín séu brotin ásamt mjöðmunum mínum,“ segir einn ferðamaður sem deilir mynd af svefnplássinu sínu. Sá ferðamaður þakkar Icelandair fyrir „rúmið“.
My bed last night courtesy of @Icelandair. Feel like my ribs are broke as well as my hips. No care given. pic.twitter.com/fIardUOJ2I
— The Maine Man 🇺🇸 (@TheMaineMan79) December 20, 2022
Sami ferðamaður deilir svo mynd af bekknum sem sonur hans svaf á. „Kaldur harður bekkur úr málmi á heimsins kaldasta og versta flugvelli,“ segir hann.
My 8 year old son sleeping on basically a cold metal hard park bench in the world's coldest and worst airport #icelandair @kefairport @Icelandair pic.twitter.com/WRsFlEUitK
— The Maine Man 🇺🇸 (@TheMaineMan79) December 19, 2022
Kona að nafni Sharon er einnig reið Icelandair en hún segist hafa reynt að sofa á færibandinu þar sem tekið er á móti ferðatöskum, hún segir að gólfið hafi verið of kalt til að liggja á. Sharon segir svo Icelandair að skammast sín.
never been treated as bad by an airline. this is where I’ve tried to sleep, a ground too cold to lie on. #Reykjavik #islandair shame on you!! pic.twitter.com/iEwJBnqmrJ
— Sharon Ronan Duggan (@SharonRonanDugg) December 20, 2022
Sharon deilir svo mynd af 10 ára barni sem liggur sofandi á gólfi flugvallarins.
@Icelandair @Atthepines
how proud are you. this is not a load of clothes but a ten year old on the floor of Keflavik Airport. you have had no staff on hand to help us out. shame on you pic.twitter.com/8D5rxUXQlv— Sharon Ronan Duggan (@SharonRonanDugg) December 20, 2022
Þá segir kona að nafni Amy að vinir hennar hafi ákveðið að fara til Íslands ásamt móður sinni sem er dauðvona vegna krabbamein. Ferðin hafði verið hugsuð sem leið til að minnast móðurinnar en nú sofa þau á gólfinu. „Algjörlega ógeðslegt,“ segir Amy en hún merkir Icelandair í færslunni.
Absolute joke. My friends terminally ill mum is missing her chemo today, they wanted a lovely memorable holiday to remember their mum, and you've left them sleeping on the floor with no food no clothes. Absolutely disgusting pic.twitter.com/Wff55wVcQM
— Amy Cook (@AmyCookie89) December 20, 2022
Einn ferðamaður furðar sig á því að það sé ekki meira starfsfólk á flugvellinum. Sá segist þurfa að komast til kærustunnar sinnar svo hann geti kúrað með henni og haldið upp á jólin.
Hey @Icelandair, can you please staff while I'm stranded in KEF Airport. I have a girlfriend to cuddle with and a Christmas to be had soon pic.twitter.com/yTBo433AKt
— Anxiety Barista Mizzy🐾 (@feral_barista) December 20, 2022
Kaila Philo, blaðamaður hjá Talking Points Memo, veltir því fyrir sér hvort flugfélagið verði sótt til saka. Þá mældi hún með því að fólk fljúgi ekki til Íslands.
If you’re due to fly into Iceland via @icelandair over the 24 hours, I’d advise against it! Hundreds stranded at the airport in Keflavik, the hotels are all booked and we’ve been told it’s too dangerous to drive anywhere.
— Kaila Philo (@KailaPhilo) December 19, 2022
Sum hafa bent á að það sé ekki hægt að kenna Icelandair um óveðrið. „Ísland er kannski með tröll og álfa en þau eru ekki með töframátt, þau geta ekki breytt veðrinu,“ segir til dæmis kona nokkur.
omg im looking up tweets abt the snow storm in iceland and all i see are americans who are angry at icelandair that their flights to europe have been cancelled 😭
idk babes, icelanders may have trolls and elves, but they dont have magical powers, they can't change the weather 🤨
— Jae ✨ (@themoderntimes_) December 19, 2022