fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Fjúkandi illir ferðamenn á Keflavíkurflugvelli – „Ein af verstu upplifunum lífs míns“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. desember 2022 10:30

Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bænir fólks um jólasnjó rættust um helgina en snjónum hefur þó fylgt mikil vandræði, sérstaklega hjá þeim sem áttu bókað flug til eða frá Íslandi. Hverju fluginu hefur verið aflýst á fætur öðru undanfarna daga og er fjöldi fólks strandaglópar hér á landi. Það bætir svo gráu ofan á svart að jólin eru að nálgast og óttast sumir að komast ekki heim til sín fyrir hátíðarnar.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram þegar rennt er í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter. Töluverður fjöldi útlendinga beinir reiði sinni að Icelandair og lætur flugfélagið heyra það á miðlinum. Margir þeirra furða sig á þjónustunni, eða öllu heldur skortinum á henni, við þá sem sitja fastir hér á landi vegna aflýstra flugferða.

„Þetta gæti verið ein af verstu upplifunum lífs míns,“ segir til dæmis Shabib Saqib, ferðamaður sem situr fastur á flugvellinum í Keflavík. Shabib kennir Icelandair um að bregðast ekki nógu vel við óveðrinu og segir að það sé vandamálið, ekki óveðrið sjálft.

Í mörgum færslum á samfélagsmiðlinum má sjá ferðamenn deila myndum af því hvar þeir hafa þurft að sofa á flugvellinum. Það er óhætt að segja að flugvöllurinn í Keflavík verður seint þekktur sem sá þæginlegasti til þess að eyða nóttinni á. „Mér líður eins og rifbeinin mín séu brotin ásamt mjöðmunum mínum,“ segir einn ferðamaður sem deilir mynd af svefnplássinu sínu. Sá ferðamaður þakkar Icelandair fyrir „rúmið“.

Sami ferðamaður deilir svo mynd af bekknum sem sonur hans svaf á. „Kaldur harður bekkur úr málmi á heimsins kaldasta og versta flugvelli,“ segir hann.

Kona að nafni Sharon er einnig reið Icelandair en hún segist hafa reynt að sofa á færibandinu þar sem tekið er á móti ferðatöskum, hún segir að gólfið hafi verið of kalt til að liggja á. Sharon segir svo Icelandair að skammast sín.

Sharon deilir svo mynd af 10 ára barni sem liggur sofandi á gólfi flugvallarins.

Þá segir kona að nafni Amy að vinir hennar hafi ákveðið að fara til Íslands ásamt móður sinni sem er dauðvona vegna krabbamein. Ferðin hafði verið hugsuð sem leið til að minnast móðurinnar en nú sofa þau á gólfinu. „Algjörlega ógeðslegt,“ segir Amy en hún merkir Icelandair í færslunni.

Einn ferðamaður furðar sig á því að það sé ekki meira starfsfólk á flugvellinum. Sá segist þurfa að komast til kærustunnar sinnar svo hann geti kúrað með henni og haldið upp á jólin.

Kaila Philo, blaðamaður hjá Talking Points Memo, veltir því fyrir sér hvort flugfélagið verði sótt til saka. Þá mældi hún með því að fólk fljúgi ekki til Íslands.

Sum hafa bent á að það sé ekki hægt að kenna Icelandair um óveðrið. „Ísland er kannski með tröll og álfa en þau eru ekki með töframátt, þau geta ekki breytt veðrinu,“ segir til dæmis kona nokkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður