Zelenov varð þess vafasama heiðurs aðnjótandi að komast á listann þann 9. desember. Eftir því sem franski miðillinn Varmatin segir þá byrjaði Zelenov skyndilega að líða illa þegar hann var að borða kvöldverð í frönsku ferðamannaparadísinni Antibes.
Hann yfirgaf þá matarborðið. Hann fannst síðan neðan við stiga og var með mikla höfuðáverka að því er segir í frétt norska miðilsins Børsen.
Frönsk yfirvöld hafa staðfest að hann hafi látist á sjúkrahúsi í Niece.
Rússneski miðillinn Baza hefur einnig fjallað um málið og sagði á Telegram að Zelenov hafi glímt við hjartavandamál og hafi gengist undir aðgerð vegna þess.
Frá því að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sendi rússneska herinn inn í Úkraínu þann 24. febrúar hafa um 15 rússneskir olígarkar og áhrifamenn látist á dularfullan hátt. Miklar vangaveltur hafa verið um þessi dauðsföll og ýmsar samsæriskenningar eru á lofti og grunar marga að Pútín hafi einfaldlega látið ryðja þessum mönnum úr vegi.