fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Enn einn rússneskur olígarki bættist á dauðalistann

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. desember 2022 07:00

Dmitry Zelenov bættist nýlega á dauðalistann alræmda. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski olígarkinn Dmitry Zelenov bættist nýlega á lista yfir þá rússnesku olígarka sem hafa látist á dularfullan hátt á þessu ári. Segja má að þetta sé sannkallaður dauðalisti sem hefur bara lengst eftir því sem hefur liðið á árið.

Zelenov varð þess vafasama heiðurs aðnjótandi að komast á listann þann 9. desember. Eftir því sem franski miðillinn Varmatin segir þá byrjaði Zelenov skyndilega að líða illa þegar hann var að borða kvöldverð í frönsku ferðamannaparadísinni Antibes.

Hann yfirgaf þá matarborðið. Hann fannst síðan neðan við stiga og var með mikla höfuðáverka að því er segir í frétt norska miðilsins Børsen.

Frönsk yfirvöld hafa staðfest að hann hafi látist á sjúkrahúsi í Niece.

Rússneski miðillinn Baza hefur einnig fjallað um málið og sagði á Telegram að Zelenov hafi glímt við hjartavandamál og hafi gengist undir aðgerð vegna þess.

Frá því að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sendi rússneska herinn inn í Úkraínu þann 24. febrúar hafa um 15 rússneskir olígarkar og áhrifamenn látist á dularfullan hátt. Miklar vangaveltur hafa verið um þessi dauðsföll og ýmsar samsæriskenningar eru á lofti og grunar marga að Pútín hafi einfaldlega látið ryðja þessum mönnum úr vegi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hætti við ferðina vegna áreitis en fær ekki endurgreitt

Hætti við ferðina vegna áreitis en fær ekki endurgreitt
Fréttir
Í gær

Þorvaldur: Gætum átt von á óvæntum atburðum – „Það kæmi mér ekki á óvart“

Þorvaldur: Gætum átt von á óvæntum atburðum – „Það kæmi mér ekki á óvart“
Fréttir
Í gær

Staðan á Reykjanesskaga: 80-120 skjálftar mælast á hverri klukkustund

Staðan á Reykjanesskaga: 80-120 skjálftar mælast á hverri klukkustund
Fréttir
Í gær

Trump tilkynnir um tolla á innflutning – „Dagur frelsunar“

Trump tilkynnir um tolla á innflutning – „Dagur frelsunar“
Fréttir
Í gær

Jónas Már úthúðar Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu – Alvöru blaðamenn hljóti að íhuga stöðu sína

Jónas Már úthúðar Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu – Alvöru blaðamenn hljóti að íhuga stöðu sína