fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Jón Pétur stígur fram útaf hnífaárásinni í Bankastræti Club – Segir „Latínóhópinn“ vera á bak við 90% af hnífstunguárásum landsins

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. desember 2022 21:41

Jón Pétur Vágseið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Pétur Vágseið var í hópi þeirra sem ruddust grímuklæddir inn á Bankastræti Club þann 17. september síðastliðinn. Afleiðingarnar voru þær að þrír menn lágu óvígir eftir með fjölmörg stungusár sem blessunarlega voru ekki lífshættuleg.

Segja má að afleiðingar árásarinnar hafi haft fordæmalausar afleiðingar í íslensku samfélagi en síðan þá hafa hefndarárásir átt sér stað þar sem eld- og reyksprengjum hefur verið kastað í hús víða á höfuðborgarsvæðinu.

Eins og DV hefur greint frá hefur Jón Pétur rekið dyravarðarþjónustu og margir þeirra sem að tóku þátt í árásinni eru samstarfs- eða undirmenn hans. Ekkert bendir þó til þess að Jón Pétur hafi sjálfur mundað eggvopn inni á staðnum en hann var handtekinn vegna árásarinnar og mátti sæta gæsluvarðhaldi í sex sólarhringa.

Í kvöld birti fréttamiðilinn Mannlíf viðtal við Jón Pétur þar sem hann lýsir því sem gekk á þetta örlagaríka kvöld. Segir hann að ástæðan fyrir því að hópurinn ruddist inn á Bankastræti Club hafi verið sú að fá menn úr svonefndum „Latínóhópi“ til að láta af hótunum við konur og aðstendur sumra í hópnum. Meðlimir „Latínóhópsins“ hafi síðustu þrjú ár  staðið í  stríði við Jón Pétur og félaga og sprengt upp farartæki, kastað eldsprengjum fyrir framan hús og mætt með sveðjur við ýmis tilefni.

Fjölmörg þessara mála hafi komið fram í fjölmiðlum en ekki verið tengd saman sem hluti af sömu atburðarrás.

Rótin að átökunum sé sú að vinur Jón Péturs hafi sofið hjá fyrrverandi kærustu „krimma“ sem hafi í kjölfarið vilja leita hefnda. Staðan í dag sé sú að 5 milljón króna greiðslu sé heitið hverjum þeim sem drepi viðkomandi.

Sjá einnig: Jón Pétur í hópi þeirra sem ruddust vopnaðir inn á Bankastræti Club – Fundaði með Guðna forseta um öryggi dyravarða

„Við höfum sæst við þennan hóp fjórum sinnum,“ segir Jón Pétur en vill meina að meðlimir Latínóhópsins hafi svikið friðinn. „Þeir eru á bak við 90 prósent af hnífastungunum,“ segir Jón Pétur og vill meina að hnífastungufaraldurinn sé eingöngu á ábyrgð Latínóhópsins.

Jón Pétur segir að árásin á Bankastræti Club hafi ekki verið mjög skipulögð. Þeir sem tóku þátt voru að styðja vini sína og vildu aðstoða við að stöðva þessar hótanir og átök sem höfðu geisað. Áætlun var að hitta þessa aðila fyrir utan Bankastræti Club en síðan fóru hlutirnir úr böndunum og átök brotist út í kjölfarið sem enduðu með því að þrír lágu óvígir eftir.

Sjá einnig: Hefndaraðgerðir halda áfram vegna hnífaárásarinnar – Reyksprengju grýtt inn á Paloma

Jón Pétur segist sjá eftir því hvernig hlutirnir æxluðust en það sem ekki hafi komið fram í fjölmiðlum er að einn af þeim sem ruddust inn var líka stunginn. „Ég veit ekki hvort að það var kveikjan að því að hnífar fóru á loft,“ segir Jón Pétur sem segist ekki hafa vitað að aðilar í hópnum hafi haft hnífa á sér.

Hann segist vera venjulegur maður sem þoli ekki níðingsskap og fantaskap.

Hér geta lesendur hlustað á viðtal Mannlífs í heild sinni

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít