fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

Ekkert erlent barn hefur verið ættleitt hingað til lands á árinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. desember 2022 08:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna breyttrar fjölskyldustefnu kínverskra stjórnvalda og ótryggs ástands í Austur-Evrópu hefur dregið mjög úr ættleiðingum barna hingað til lands á síðustu árum.

Á þessu ári hefur ekkert erlent barn verið ættleitt hingað til lands og er það í fyrsta sinn á öldinni sem það gerist og einnig ef síðustu áratugir síðustu aldar eru skoðaðir.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segir að helsta ástæðan fyrir þessu sé að á síðustu árum hafi verið slakað á hömlum á fjölda barna sem kínverskir foreldrar mega eiga. Einnig sé ástandið í austanverðri Evrópu ótryggt. Fjöldi barna, aðallega af ættum Rómafólks, hefur verið ættleiddur frá Tékklandi á síðustu áratugum.

Ættleiðingum hefur fækkað mikið á þessari öld hér á landi að sögn blaðsins. 2007 voru rúmlega 20 börn ættleidd hingað til lands, langflest frá Kína. Kínversk börn voru síðan í meirihluta ættleiddra barna næstu fimm árin nema 2008 en þá voru 13 börn ættleidd hingað til lands og komu þau öll frá Indlandi.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áttatíu afbókanir í janúar og fleiri á leiðinni

Áttatíu afbókanir í janúar og fleiri á leiðinni
Fréttir
Í gær

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Friðjón minnist baráttu SUS fyrir réttindum hinsegin fólks – „Grunnstef bæði Sjálfstæðisstefnunnar og frjálshyggjunnar“

Friðjón minnist baráttu SUS fyrir réttindum hinsegin fólks – „Grunnstef bæði Sjálfstæðisstefnunnar og frjálshyggjunnar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir svarar Haraldi fullum hálsi – „Það að tala niður til fólks sem nýtir sér þann rétt er grafalvarlegt“

Faðir svarar Haraldi fullum hálsi – „Það að tala niður til fólks sem nýtir sér þann rétt er grafalvarlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn