Á þessu ári hefur ekkert erlent barn verið ættleitt hingað til lands og er það í fyrsta sinn á öldinni sem það gerist og einnig ef síðustu áratugir síðustu aldar eru skoðaðir.
Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segir að helsta ástæðan fyrir þessu sé að á síðustu árum hafi verið slakað á hömlum á fjölda barna sem kínverskir foreldrar mega eiga. Einnig sé ástandið í austanverðri Evrópu ótryggt. Fjöldi barna, aðallega af ættum Rómafólks, hefur verið ættleiddur frá Tékklandi á síðustu áratugum.
Ættleiðingum hefur fækkað mikið á þessari öld hér á landi að sögn blaðsins. 2007 voru rúmlega 20 börn ættleidd hingað til lands, langflest frá Kína. Kínversk börn voru síðan í meirihluta ættleiddra barna næstu fimm árin nema 2008 en þá voru 13 börn ættleidd hingað til lands og komu þau öll frá Indlandi.