fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Áróðursmeistari Pútíns hvetur til árása á Noreg

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. desember 2022 07:02

Vladimir Solovyov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir af áróðursmeisturum og stuðningsmönnum Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, fara mikinn í spjallþáttum í rússnesku sjónvarpi þessa dagana. Eflaust fer það illa í þá að hernaður Rússa í Úkraínu gengur illa og að þar hafa þeir verið niðurlægðir hvað eftir annað.

Einn þessara áróðursmeistara er Vladimir Solovyov. Hann stýrir umræðuþáttum á Russia-1 sjónvarpsstöðinni. Þar hvetur hann reglulega til notkunar kjarnorkuvopna í Úkraínu og að ráðist verði á Eystrasaltsríkin og Pólland.

Solovyov er orðinn einhverskonar óopinber talsmaður innrásarinnar í Úkraínu og það er frekar regla en undantekning að hann prediki um dauða og eyðileggingu yfir Vesturlöndum í þætti sínu „Kvöldið með Vladimir Solovyov“.

En í vikunni færðist hann enn frekar í aukana og hvatti til árás á Noreg. Dagbladet skýrir frá þessu.

Hann sagði þá að Frakkar standi nú naktir og geti þakkað Emmanuel Macron, forseta, það vegna stuðnings þeirra við Úkraínu í stríðinu. Því næst beindi hann orðum sínum að Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO: „Hvaðan er Stoltenberg? Noregi? Skjótið á þá! Er hann norskur eða danskur?“ sagði hann.

Arne Bård Dalhaug, fyrrum hershöfðingi í norska hernum, sagðist í samtali við Dagbladet ekki hafa miklar áhyggjur af þessum ummælum. Hann sagðist telja það algjörlega óraunhæft að Rússar ráðist á Noreg en þetta bætist í safn óábyrgra ummæla sem rússneskir stjórnmálamenn hafa beint að Noregi. Hann sagði að ummæli Solovyov séu frekar einhverskonar „meðal innanlands“ til að vinna gegn andstöðu almennings við stríðið frekar en að þau séu stefna rússnesku stríðsvélarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt