Í Hafnarfirði kom til deilna á milli nágranna vegna snjómoksturs og bifreiðalagningar. Þar höfðu hjón mokað snjó úr tveimur bifreiðastæðum við fjölbýlishús fyrir einkabíla sína. Þau þurftu síðan að nota aðra bifreiðina en þegar þau komu aftur var nágranni þeirra búinn að leggja í stæðið sem þau höfðu mokað úr. Nágranninn var ekki tilbúinn til að færa bifreið sína eins og þau vildu. Var snjó þá mokað að bifreið hans þannig að ekki var hægt að komast inn í hana. Í kjölfarið ógnaði nágranninn hjónun með skóflu.
Einn ökumaður var handtekinn í Miðborginni í nótt grunaður um ölvun við akstur.
Í Kópavogi var bakkað á bensíndælu á ellefta tímanum í gærkvöldi.