fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Stórsókn Rússa í undirbúningi – Telur þetta líklegustu sviðsmyndirnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. desember 2022 08:00

Úkraínskir hermenn í Donetsk. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valerii Zaluzhnyi, æðsti yfirmaður úkraínska hersins, sagði í viðtali við The Economist í síðustu viku að Rússar séu að undirbúa stórsókn og að ekki sé langt í að hún hefjist. Sérfræðingur sér þrjár sviðsmyndir sem þær líklegustu ef af stórsókn Rússa verður.

Eins og DV hefur skýrt frá, og hægt er að lesa í tenglinum hér fyrir neðan, þá telja úkraínskir herforingjar og ráðamenn að Rússar séu að undirbúa stórsókn og hafi í hyggju að reyna aftur að ná Kyiv á sitt vald.

Óttast að Pútín sé með nýja áætlun – „Ég er ekki í neinum vafa“

Jótlandspósturinn leitaði til Claus Mathiesen, hernaðarsérfræðings við danska varnarmálaskólans, varðandi hugsanlega stórsókn Rússa. Hann sagðist telja þrjár sviðsmyndir líklegastar.

Sú fyrsta er að Rússar sæki að höfuðborginni Kyiv og reyni að ná henni á sitt vald. Mathiesen sagði að stærsti sigurinn, sem Rússar geta unnið í Úkraínu, sé að ná Kyiv á sitt vald og ná Volodymyr Zelenskyy, forseta, lifandi eða gera út af við hann. Þetta var skýrt markmið Rússar þegar þeir réðust inn í Úkraínu í lok febrúar en eins og kunnugt er tókst þeim það ekki. Mathiesen sagði að nú sé spurningin hvort Rússar hafi lært af mistökum sínum og telji sjálfir að þeir hafi gert það og séu því tilbúnir til að reyna aftur að ná Kyiv og Zelenskyy.

„Ég er ekki í nokkrum vafa um að Rússar vilja mjög gjarnan ná Kyiv og ljúka stríðinu þannig með rússneskum sigri. Ef Rússum tekst að ná Zelenskyy og Kyiv, þá lítur þetta illa út fyrir Úkraínumenn,“ sagði hann.

Hann benti á að það séu ekki bara Rússar sem hafi lært af bardögunum um Kyiv í vor, það hafi Úkraínumenn einnig gert. „Úkraínumenn vita vel hversu hætt er við að þeir tapi stríðinu ef þeir missa Kyiv,“ sagði hann og bætti við að af þessum sökum verði þeir væntanlega tilbúnir til að verjast á enn áhrifaríkari hátt en í vor.

Önnur sviðsmyndin er að Rússar reyni að ná þeim hlutum Kherson, sem þeir misstu í hendur Úkraínumanna á síðustu mánuðum, aftur. Þetta eru þeir hlutar Kherson sem eru norðan og vestan við ána Dnipro. „Það er enginn vafi á að það væri mjög mikilvægt pólitískt markmið fyrir Rússa ef þeim tekst að ná Kherson aftur,“ sagði Mathiesen og benti á að það myndi einnig vera áfangi til að mæta væntanlegri sókn Úkraínumanna til Krím eða Melitopol en það myndi skilja rússnesku hersveitirnar að ef Úkraínumenn láta til skara skríða þar.

Þriðja sviðsmyndin sem hann sér fyrir sér er að Rússar ákveði að styrkja sókn sína í austurhluta Úkraínu. Þar hafa þeir reynt að ná bænum Bakhmut vikum saman. Áætlun þeirra gengur út á að ef þeir ná bænum geti þeir opnað leið til annarra hluta Donetsk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“
Fréttir
Í gær

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi