fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Segja að Rússar noti sérstaka aðferð úr síðari heimsstyrjöldinni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. desember 2022 08:00

Drekatennur sem Rússar hafa komið fyrir í Úkraínu. Þær voru mikið notaðar í síðari heimsstyrjöldinni en eru ekki taldar gagnast mikið í nútímahernaði. Mynd:Samfélagsmiðlar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt upplýsingum breskra leyniþjónustustofnana þá nota rússneskar hersveitir nú ákveðna aðferð í stríðinu í Úkraínu, taktík sem á rætur að rekja til síðari heimsstyrjaldarinnar. Vesturlönd hættu að nota þessa aðferð fyrir mörgum áratugum.

Þetta kemur fram í stöðuskýrslu breska varnarmálaráðuneytisins yfir gang stríðsins en ráðuneytið birtir slíkar skýrslur daglega.

Segir ráðuneytið að miðað við gervihnattarmyndir þá séu rússneskar hersveitir nú að byggja stór varnarmannvirki með fram víglínunum. Séu hefðbundnar aðferðir frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar notaðar við þetta. Telur ráðuneytið að þessi varnarmannvirki verði „líklega viðkvæm fyrir árásum með nákvæmnismiðuðum nútímavopnum“.

Það bendir einnig á að þetta sé aðferð sem nútímalegir vestrænir herir hafi sagt skilið við fyrir mörgum áratugum síðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi
Fréttir
Í gær

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar