fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Risagjaldþrot Leigufélagsins – Gjafir til eigandans voru stoppaðar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 19. desember 2022 15:30

Frá Rauðhellu í Hafnarfirði. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptum er lokið í þrotabúi Leigufélagsins ehf. sem var lýst gjaldþrota árið 2018, að kröfu Íbúðalánasjóðs sem hafði lánað félaginu stórfé. Tilkynning um skiptalokin birtist í Lögbirtingablaðinu í dag. Lýstar kröfur í búið námu hátt í tveimur milljörðum króna eða: 1.881.361.210 kr. Töluvert fékkst upp í kröfur, rétt rúmur milljarður, eða 56,12%.

Leigufélagið ehf. var stofnað árið 2003. Stofnandi þess var Gunnar Pétur Árnason og var hann eigandi alls hlutafjár í félaginu ásamt eiginkonu sinni, Freydísi Björnsdóttur. Gunnar Pétur átti líka fyrirtækið Verkvík-Sandtak ehf. Árið 2018 fór þrotabú Leigufélagsins í mál við Verkvík-Sandtak og krafðist þess að meint skuld Leigufélagsins við Verkvík-Sandvík yrði ómerkt og greiðslun inn á skuldina rift, en um var að ræða rúmlega 77 milljónir. Þrotabúið tapaði málinu fyrir héraðsdómi en Landsréttur sneri dómnum við og rifti greiðslum Leigufélagsins ehf. á skuld við Verkvík-Byggingar (félagið hafði breytt um nafn í millitíðinni).

Sjá nánar hér

Skiptastjóri þrotabús Leigufélagsins ehf. var Sigurður Kári Kristjánsson hæstaréttarlögmaður. Hann upplýsir í svari við fyrirspurnum DV að félagið hafi átt fjölmargar fasteignir á Akranesi og í Garðinum, sem það leigði út á almennum markaði. Þessum eignum var komið  í verð með sölu við skipti á þrotabúinu. Þetta skýrir hvers vegna rúmlega helmingur fékkst upp í kröfur í búið.

Þess má geta að Leigufélagið ehf. er enn skráð í símaskrá, á já.is, með sömu kennitölu og heimilisfang og áður. Samkvæmt opinberum gögnum er fyrirtækið þó ekki lengur starfandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“