fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Óttast að Pútín sé með nýja áætlun – „Ég er ekki í neinum vafa“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. desember 2022 07:01

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínskir hershöfðingjar og ráðherrar eru ekki í neinum vafa um að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sé með eitthvað uppi í erminni þessa dagana, og það stórt.

Þeir telja að Rússar séu að undirbúa stórsókn í byrjun næsta árs. Hugsanlega endurtekningu á fyrstu vikum innrásarinnar þegar Rússar reyndu að ná höfuðborginni Kyiv á sitt vald.

Eftir að Pútín tilkynnti um hina „sérstöku hernaðaraðgerð“ sendi hann um 150.000 hermenn inn í Úkraínu. Hann reiknaði með að hersveitir hans myndu ná Kyiv og stærstum hluta landsins á sitt vald á um 10 dögum. Eins og kunnugt er tókst það ekki og eftir nokkrar vikur neyddust Rússar til að hörfa frá Kyiv.

Í samtali við The Economist sagði Valerii Zaluzhnyi, æðsti yfirmaður úkraínska hersins, að að Rússar séu að gera um 200.000 óþreytta hermenn reiðubúna til átaka. „Ég er ekki í vafa um að þeir reyna aftur að ná Kyiv,“ sagði hann og bætti við að stórsóknin gæti komið frá Donbas í austri, úr suðri eða frá Hvíta-Rússlandi.

Oleksii Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði fyrir helgi, að sögn The Guardian,  að sífellt fleiri sannanir komi fram um að Rússar séu að undirbúa stórsókn. Hann sagðist telja hugsanlegt að hún hefjist í febrúar. Þá muni helmingur þeirra 300.000 manna, sem voru kvaddir í herinn í haust, hafa lokið þjálfun. „Hinn helmingur þeirra herkvöddu, um 150.000 menn, þurfa um þrjá mánuði til að undirbúa sig“ sagði hann og bætti við að þetta þýði að næsta sókn Rússa geti byrjað í febrúar.

Rússar hafa að vonum ekki sagt neitt um yfirvofandi stórsókn því eitt af lykilatriðunum í hernaði er að halda slíkum áætlunum vandlega leyndum. Á því fengu Rússar að kenna í sumar þegar Úkraínumenn gerðu óvænta skyndisókn í Kharkiv og hröktu Rússa frá stórum landsvæðum.

Úkraínumenn vilja hins vegar láta heimsbyggðina vita að Rússar séu að undirbúa stórsókn því þeir eru háðir stuðningi og vopnasendingum frá Vesturlöndum og vilja því minna umheiminn á að mikil ógn stafar enn af Rússum þrátt fyrir marga ósigra þeirra að undanförnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður