Aftakaveður verður um mest allt land í kvöld og í nótt og fram eftir morgundegi sögn veðurfræðings. Allt flug er úr skorðum og fjöldahjálpastöðvar hafa verið opnaðar fyrir fólk sem er fast í bílum sínum.
Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að verið sé að meta hvernig megi mæta þörfum heimilslausra yfir hátíðarnar. Miðað við veðurspá er ljóst að það verði að vera einhver úrræði yfir daginn.
Sögulegur samningur um náttúrvernd og líffræðilega fjölbreytni var samþykktur á COP 15 í Montreal í morgun. Samningurinn mun setja 30 prósent plánetunnar undir vernd.
Fullyrt er að jólakötturinn sé Eyfirðingur og að hann haldi til í Kötlufjalli þegar hann er ekki á Ráðhústorginu í Akureyri. Við heimsækjum Jólaköttinn fyrir norðan.