fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Danir hafa valið „Orð ársins“ og það þekkir þú vel

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. desember 2022 09:00

Frá Kyiv. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ár hvert standa Danska ríkisútvarpið (DR) og Dansk Sprognævn (Danska málnefndin) fyrir vali á „Orði ársins“. Valið kom kannski svolítið á óvart þetta árið en orðið hefur heyrst ansi oft á árinum og líklega hafa nær allir, ef ekki allir Íslendingar, heyrt þar á síðustu mánuðum.

Á vef DR kemur fram að meðal þeirra orða sem komu til greina voru blodbold, inflation, migrantarbejder og energikrise. Blodbold

tengist HM í knattspyrnu í Katar því orðið vísar til fótboltans (bold) og blóðs (blod) farandverkamanna sem létu lífið við byggingu knattspyrnumannvirkja og annarra innviða fyrir mótið. Inflation er verðbólga, migrantarbejder er farandverkamaður og energikrise er orkukreppa.

En það var „Kyiv“ sem bar sigur úr bítum að þessu sinni og er því „Orð ársins 2022“.

DR hefur eftir Anne Kirstine Cramon, sem sat í dómnefndinni, að henni finnist mjög gott að það sé einnig horft út fyrir landsteinana þegar kemur að því að velja „Orð ársins“, það felist mikil virðing í því.

Það er almenningur sem sendir inn tilnefningar að „Orði ársins“ og sér Dansk Sprognævn um að taka við tilnefningum.

Það er dómnefnd, skipuð tungumálssnillingum, sem velur síðan úr innsendum tilnefningum.

Dómnefndin kemst að niðurstöðu með því að dómararnir takast á í einvígum, einn á móti einum, þar sem þeir færa rök fyrir af hverju þeir telja að ákveðið orð eigi að sigra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi