Á vef DR kemur fram að meðal þeirra orða sem komu til greina voru blodbold, inflation, migrantarbejder og energikrise. Blodbold
tengist HM í knattspyrnu í Katar því orðið vísar til fótboltans (bold) og blóðs (blod) farandverkamanna sem létu lífið við byggingu knattspyrnumannvirkja og annarra innviða fyrir mótið. Inflation er verðbólga, migrantarbejder er farandverkamaður og energikrise er orkukreppa.
En það var „Kyiv“ sem bar sigur úr bítum að þessu sinni og er því „Orð ársins 2022“.
DR hefur eftir Anne Kirstine Cramon, sem sat í dómnefndinni, að henni finnist mjög gott að það sé einnig horft út fyrir landsteinana þegar kemur að því að velja „Orð ársins“, það felist mikil virðing í því.
Það er almenningur sem sendir inn tilnefningar að „Orði ársins“ og sér Dansk Sprognævn um að taka við tilnefningum.
Það er dómnefnd, skipuð tungumálssnillingum, sem velur síðan úr innsendum tilnefningum.
Dómnefndin kemst að niðurstöðu með því að dómararnir takast á í einvígum, einn á móti einum, þar sem þeir færa rök fyrir af hverju þeir telja að ákveðið orð eigi að sigra.