fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Kristófer var nálægt því að brenna fólk inni – Notaði brauðrist og viskastykki

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 18. desember 2022 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur mildaði á föstudaginn dóm yfir Kristófer Erni Sigurðarsyni, fyrir brennu, úr tveimur og hálfs árs fangelsi niður í tvö ár og þrjá mánuði.

Kristófer var sakfelldur fyrir að hafa kveikt í húsinu Byrgi í Sandgerðisbót á Akureyri í nóvember árið 2019. Hann játaði verknaðinn í lögregluyfirheyrslu morguninn eftir brunann, sem var um nóttina. Kristófer, sem bjó á neðri hæð hússins, kveikti í með því að skilja brauðrist eftir í gangi og setja yfir hana viskastykki. Síðan gekk hann út úr húsinu.

Um hálftvöleytið um  nóttina var slökkvilið kallað á vettvang og þá voru allir íbúar efri hæðarinnar flúnir út úr húsi. Þeir höfðu orðið eldsins varir og hringt í slökkviliðið. Í texta héraðsdóms í málinu sagði meðal annars:

„Er ákærða gefin að sök brenna, „með því að hafa aðfararnótt miðvikudagsins 6. nóvember 2019, í íbúðarhúsnæðinu […], þar sem ákærði bjó á jarðhæð, kveikt á brauðrist sem staðsett var frammi á gangi við eldhúsið og lagt viskastykki yfir hana áður en hann gekk út úr húsnæðinu, en með athæfi sínu olli ákærði eldsvoða sem hafði í för með sér að íbúar á efri hæð húsnæðisins voru í bersýnilegum lífsháska og augljós hætta var á yfirgripsmikilli eyðingu húsnæðisins hefði eldurinn náð að breiðast enn frekar út, en íbúi á efri hæð hússins varð eldsins var og gerði slökkviliði viðvart sem réð niðurlögum eldsins.“

Kristófer neitaði sök fyrir dómi en hann hafði áður játað á sig glæpinn við lögreglu. Sekt hans var staðfest fyrir Landsrétti en refsingin lækkuð, sem fyrr segir. Dóma héraðsdóms og Landsréttar í málinu má lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú