Þetta sagði Oleksiy Gromov, úkraínskur hershöfðingi, á fundi herforingja með aðstoðarvarnarmálaráðherra landsins. Sky News skýrir frá þessu og segir að Gromov hafi einnig sagt að hann reikni ekki með að Rússar ráðist inn í Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi. Rússar hafa flutt nýjar hersveitir þangað sem og herflugvélar.
Hanna Malyar, aðstoðarvarnarmálaráðherra, sagði að Úkraínumenn megi ekki láta sjálfsánægju ná tökum á sér eftir nýlega ósigra Rússa á vígvellinum. „Kremlverjar reyna að snúa stríðinu upp í langvarandi vopnuð átök,“ sagði hún.
„Við og heimsbyggðin megum ekki slaka á, því lokamarkmið rússneska sambandsríkisins er að leggja alla Úkraínu undir sig og halda síðan áfram,“ sagði hún einnig.
Rússar hafa aldrei gefið skýrt út hvert markmiðið með innrásinni er en hafa sagt að hún beinist að hluta að því að vernda rússneskumælandi íbúa í austurhluta Úkraínu.