fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Segir Rússa vera að undirbúa sig undir langt stríð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. desember 2022 19:00

Rússneskir hermenn á ferð. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar eru að undirbúa sig undir langvarandi stríð í Úkraínu og vilja enn leggja allt landið undir sig.

Þetta sagði Oleksiy Gromov, úkraínskur hershöfðingi, á fundi herforingja með aðstoðarvarnarmálaráðherra landsins. Sky News skýrir frá þessu og segir að Gromov hafi einnig sagt að hann reikni ekki með að Rússar ráðist inn í Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi. Rússar hafa flutt nýjar hersveitir þangað sem og herflugvélar.

Hanna Malyar, aðstoðarvarnarmálaráðherra, sagði að Úkraínumenn megi ekki láta sjálfsánægju ná tökum á sér eftir nýlega ósigra Rússa á vígvellinum. „Kremlverjar reyna að snúa stríðinu upp í langvarandi vopnuð átök,“ sagði hún.

„Við og heimsbyggðin megum ekki slaka á, því lokamarkmið rússneska sambandsríkisins er að leggja alla Úkraínu undir sig og halda síðan áfram,“ sagði hún einnig.

Rússar hafa aldrei gefið skýrt út hvert markmiðið með innrásinni er en hafa sagt að hún beinist að hluta að því að vernda rússneskumælandi íbúa í austurhluta Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Diljá Mist Einarsdóttir býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins

Diljá Mist Einarsdóttir býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hefur áhyggjur af launahækkunum kennara

Hefur áhyggjur af launahækkunum kennara
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagsektir verði lagðar á Hringdu

Dagsektir verði lagðar á Hringdu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi
Fréttir
Í gær

Ráðuneytið segir Dalvíkurbyggð ekki hafa fylgt reglum en ætlar ekki að gera neitt í því

Ráðuneytið segir Dalvíkurbyggð ekki hafa fylgt reglum en ætlar ekki að gera neitt í því
Fréttir
Í gær

Tryggvi deilir 10 lífslexíum sem hann lærði í lögreglunni – „Miðaldra konur áreita karlkyns lögreglumenn mest“

Tryggvi deilir 10 lífslexíum sem hann lærði í lögreglunni – „Miðaldra konur áreita karlkyns lögreglumenn mest“
Fréttir
Í gær

Hið umdeilda Arnarland afgreitt úr skipulagsnefnd Garðabæjar – Segjast skilja áhyggjur íbúa

Hið umdeilda Arnarland afgreitt úr skipulagsnefnd Garðabæjar – Segjast skilja áhyggjur íbúa
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður dæmdur fyrir húsbrot, brot gegn nálgunarbanni og margt fleira – Trylltist þegar hann sá fötin sín úti í plastpoka

Síbrotamaður dæmdur fyrir húsbrot, brot gegn nálgunarbanni og margt fleira – Trylltist þegar hann sá fötin sín úti í plastpoka