fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

ESB-ríkin náðu saman um níunda refsiaðgerðapakkann gegn Rússlandi og stóran hjálparpakka til Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. desember 2022 08:00

Volodymyr Zelenskyy. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir langvarandi umræður varðandi refsiaðgerðir gegn Rússlandi náðu ESB-ríkin samkomulagi um níunda refsiaðgerðapakkann í gærkvöldi. Reiknað er með að samkomulagið verði endanlega staðfest í dag með undirritun þess.

Það voru sendiherrar aðildarríkja sambandsins sem sömdu um refsiaðgerðirnar í gær en á sama tíma sátu leiðtogar aðildarríkjanna á fundi í Brussel.

Ekki hefur verið skýrt frá hvað pakkinn inniheldur en reiknað er með að hann muni beinast að drónaiðnaði Rússa, takmarka fjárfestingar í rússneskum námuiðnaði og að gripið verði til fleiri refsiaðgerða gegn rússneskum einstaklingum, fyrirtækjum og samtökum.

Á refsiaðgerðalista ESB eru nú þegar rúmlega 1.300 einstaklingar, fyrirtæki og samtök, sem tengjast Rússlandi, og nú bætist væntanlega enn við þann lista.

Á lokakafla samningaviðræðnanna var tekist á um hvort draga eigi úr hömlum á útflutningi Rússa á áburði. Nokkur vesturevrópsk ríki vildi slaka á hömlum á útflutningi til ríkja utan ESB því það getur að þeirra mati hjálpað Afríkuríkjum að forðast hungursneyð.

Hópur austurevrópskra ríkja, undir forystu Pólverja, barðist hins vegar gegn þessu og vill halda fast í harðar refsiaðgerðir gegn Rússum. Það er nauðsynlegt til að hægt verði að binda endi á stríðið í Úkraínu, að þeirra mati.

ESB-ríkin náðu einnig samkomulagi um efnahagslegan stuðning við Úkraínu á næsta ári og verður hann 18 milljarðar evra. Þessir peningar eiga að hjálpa ríkisstjórninni við að greiða laun og eftirlaun til opinberra starfsmanna og til að halda uppi opinberri þjónustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Diljá Mist Einarsdóttir býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins

Diljá Mist Einarsdóttir býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hefur áhyggjur af launahækkunum kennara

Hefur áhyggjur af launahækkunum kennara
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagsektir verði lagðar á Hringdu

Dagsektir verði lagðar á Hringdu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi
Fréttir
Í gær

Ráðuneytið segir Dalvíkurbyggð ekki hafa fylgt reglum en ætlar ekki að gera neitt í því

Ráðuneytið segir Dalvíkurbyggð ekki hafa fylgt reglum en ætlar ekki að gera neitt í því
Fréttir
Í gær

Tryggvi deilir 10 lífslexíum sem hann lærði í lögreglunni – „Miðaldra konur áreita karlkyns lögreglumenn mest“

Tryggvi deilir 10 lífslexíum sem hann lærði í lögreglunni – „Miðaldra konur áreita karlkyns lögreglumenn mest“
Fréttir
Í gær

Hið umdeilda Arnarland afgreitt úr skipulagsnefnd Garðabæjar – Segjast skilja áhyggjur íbúa

Hið umdeilda Arnarland afgreitt úr skipulagsnefnd Garðabæjar – Segjast skilja áhyggjur íbúa
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður dæmdur fyrir húsbrot, brot gegn nálgunarbanni og margt fleira – Trylltist þegar hann sá fötin sín úti í plastpoka

Síbrotamaður dæmdur fyrir húsbrot, brot gegn nálgunarbanni og margt fleira – Trylltist þegar hann sá fötin sín úti í plastpoka