fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Stofnendur Arctic Ocean Seafood áttu áður eina stærstu og fullkomnustu kannabisræktun Íslandssögunnar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. desember 2022 11:05

Kannabisplöntur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Feðgar sem komu að stofnun fiskútflutningsfyrirtækisins Arctic Ocean Seafood voru síðastliðið sumar dæmdir fyrir aðild að umfangsmikilli kannabisframleiðslu og peningaþvætti. Kjarninn greinir frá þessu.

Kjarnamenn hafa komist að því að sakborningar í nafnhreinsuðum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu séu í reynd þeir Hákon Elfar Guð­munds­son, Fannar Örn Hákon­ar­son og Ómar Hákon­ar­son. Málið hefur verið gífurlega lengi í rannsókn en það kom upp árið 2016. Ári síðar stofnuðu feðgarnir fiskútflutningsfyrirtækið Arctic Ocean Seafood en það hefur undanfarin tvö ár velt tæplega tveimur milljörðum króna, samkvæmt frásögn Kjarnans.

Dóminn í málinu má lesa hér.

Sem fyrr segir kom kannabismál feðganna upp árið 2016. Voru gerðar upptækar á sjötta hundað kannabisplöntur, rúm 9 kg af tilbúnum kannabisefnum, yfir 17 kg af kannabislaufum og 110 gróðurhúsalampar auk annars búnaður sem notaður er við framleiðslu kannabisefna. Ræktunin fór fram á Smiðjuvegi í Kópavogi.

Í frétt Kjarnans segir ennfremur:

„Árið 2017, eða árið eftir að feðgarnir þrír sættu gæslu­varð­haldi fyrir kanna­bis­fram­leiðsl­una, stofn­uðu þeir fyr­ir­tækið Arctic Ocean Seafood, sem sam­kvæmt vef­síðu fyr­ir­tæk­is­ins flytur nú út ýmsar fisk­teg­undir frá Íslandi um allan heim.

Sam­kvæmt árs­reikn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins árið 2017 átti hver þeirra þriggja um þriðj­ungs­hlut í félag­inu, en í árs­reikn­ingnum ári seinna var eig­in­kona Hákons orð­inn eini hlut­haf­inn í félag­inu og hefur hún verið það síð­an.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem Trump birti og er að gera allt brjálað

Sjáðu myndbandið sem Trump birti og er að gera allt brjálað
Fréttir
Í gær

Kjarasamningar loksins í höfn og verkföllum aflýst

Kjarasamningar loksins í höfn og verkföllum aflýst
Fréttir
Í gær

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir