Á Fréttavakt kvöldsins verður viðtal við Sigmar Guðmundsson þingmann Viðreisnar sem segir að sjoppuleg vinnubrögð, og duttlungar í fjárlaganefnd vegna styrkveitingar til framleiðslu á sjónvarpsefni á landsbyggðinni varpi rýrð á traust fólks til Alþingis. Tillögunni var breytt fyrir þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið vegna gagnrýni á hana.
Neyðaráætlun hefur verið sett í gang í Reykjavík vegna kulda og fá heimilislausir húsaskjól allan daginn.
Ný rannsókn íslenskra hjóna á bataferli vímuefnaneytenda sýnir að alger uppgjöf er nauðsynleg er til þess að árangur verði.
Ný landgöngutenging hefur verið tekin í notkun á vegum Eimskipa sem skiptir miklu máli í loftslagslegu tilliti. Nú verður hægt að tengja stærstu skip fyrirtæki við rafmagn þegar þau eru í landi.
Tilnefningum og viðurkenningum rignir nú yfir rithöfunda í boðaföllum jólabókaflóðsins. Við skoðum hverjir eru að fá hvað.