fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Katrín Lóa segir að margra mánaða martröð hafi byrjað eftir að hún þáði lán frá Helga í Góu – „Svo reif hann bolinn minn upp“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 15. desember 2022 12:50

Katrín Lóa. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Lóa Kristrúnardóttir er nýjasti gestur Eddu Falak í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur. Stundin fjallar ítarlega um málið.

Katrín lýsir því í þættinum hvernig Helgi Vilhjálmsson, betur þekktur sem Helgi í Góu, hóf að áreita hana kynferðislega eftir að hann lánaði henni rúmlega fimm milljónir króna upp í útborgun á íbúð. Í yfirlýsingu til Stundarinnar biðst Helgi afsökunar á framferði sínu.

„Ef ég hefði bara vitað þetta þegar ég samþykkti, ég hefði frekar búið á götunni sko. Heldur en að ganga í gegnum þetta,“ segir hún í þættinum.

Tíðkaðist innan fyrirtækisins

Að sögn Katrínar hófst áreitið árið 2018. Á þeim tíma vann Katrín í sjoppu í eigu Helga, Skalla, á Selfossi. Hún segir að hún hafi heyrt um að Helgi lánaði stundum starfsfólki upp í íbúðarkaup sem yrði síðan dregið mánaðarlega af launum þeirra. Henni var boðið að þiggja slíkt lán og samþykkti, en í kjölfarið hófst margra mánaða martröð.

Katrín segi að það sem hafi verið sérkennilegt í hennar tilfelli var að greiðslurnar bárust beint frá Helga, ekki fyrirtækinu. „Hann lánaði mér sem sagt persónulega og það var enginn samningur gerður heldur bara orð okkar á milli […] Þetta var bara munnlegt og ekki uppi á borðinu,“ segir hún.

„Þarna sat ég og var bara í sjokki“

Katrín Lóa segir að það hafi liðið vika frá því að hún tók við láninu og skrifaði undir kaupsamning þar til hann braut fyrst á henni.

Hún lýsir atvikinu og segist hafa verið á skrifstofu sjoppunnar að gera upp eftir vakt. Hún segir Helga hafa komið inn og sett hendur inn á bol hennar. „Og svo reif hann bolinn upp og ég var ekki í topp. Þetta voru þröngir vinnubolir og ég var bara á brjóstunum innanundir. Og þarna sat ég og var bara í sjokki,“ segir hún.

Bróðir Katrínar Lóu, Heimir Ingi, staðfestir frásögn hennar í samtali við Stundina, en hann var einnig að vinna á Skalla umrætt kvöld og hún sagði honum hvað hafði gerst strax sama kvöld.

„Á leiðinni heim úr vinnunni brotnaði hún niður og sagði frá. Ég var í sjokki yfir lýsingunum,“ segir hann.

Katrín lét einnig yfirmann sinn á Skalla, Helga Helgason, vita af því sem gerðist en áreitið hélt áfram.

„Það má ekkert í dag“

Katrínu Lóu fannst hún föst í þessum aðstæðum þar sem hún var nýbúin að þiggja lán frá Helga.

„Hann var samt ekki að kaupa rétt á mér þótt hann hafi lánað mér pening,“ segir hún.

Áreitið hélt áfram og þegar hún reyndi að segja eitthvað við hann segir hún að hann hafi sagt: „Það má ekkert í dag.“

Katrín Lóa lýsir því hvernig hún hefur glímt við kvíða, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir vegna málsins.

„Alltaf þegar ég kom heim á kvöldin þá brotnaði ég niður. Grét mig í svefn þegar mér tókst að sofna,“ segir hún.

Skilar skömminni

„Mér finnst að fólk eigi að vita hvernig maðurinn er. Og ef það eru einhverjar þarna úti sem hafa lent í honum og hafa aldrei talað um það, þá kannski hjálpar þetta þeim,“ segir Katrín Lóa, aðspurð af hverju hún sé að stíga fram núna.

„[Ég er] líka að skila skömminni. Þetta er ekki mín skömm að bera og hann hefur ekki þurft að kljást við neinar afleiðingar. Það er ekki sanngjarnt. Ég held að það komi engin manneskja heil út úr þessu.“

Stundin sóttist eftir svörum frá Helga í Góu og fékk eftirfarandi yfirlýsingu: „Ég vil biðja Katrínu Lóu afsökunar. Ég gerði mistök í þessum samskiptum og sé eftir því.“

Katrín Lóa leitaði til lögreglu vegna málsins í október 2019 en málið var ekki rannsakað. Það er farið nánar út í ástæður þess og málið í ítarlegri grein á vef Stundarinnar.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni á Patreon-síðu Eigin Kvenna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt