fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Söfnun til stuðnings fjölskyldu sjómannsins sem féll útbyrðis – „Eftir standa Inga Björg og börnin þeirra þrjú með brotin hjörtu“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. desember 2022 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjársöfnun er nú í gangi í þágu eiginkonu og barna sjómannsins sem féll útbyrðis af línubátnum Sighvati þann 3. desember síðastliðinn. Maðurinn heitir Ekasit Thasap­hong, kallaður Bhong. Þrátt fyrir mikla leit hefur hann ekki fundist og er talinn af.

Frænka eiginkonu sjómannsins, Karen Lind Óladóttir, greinir frá málinu á Facebook. Þar kemur fram að maðurinn lætur eftir sig þrjú börn. Karen skrifar:

„Þann 3. desember síðastliðinn varð slys um borð í línubátnum Sighvati sem varð til þess að elsku Bhong, maður Ingu Bjargar frænku okkar, féll fyrir borð. Þrátt fyrir mikla leit fannst hann ekki og eftir standa Inga Björg og börnin þeirra þrjú með brotin hjörtu.

Eins og gefur að skilja er áfallið mikið fyrir fjölskylduna og maður fyllist vanmætti í svona aðstæðum.

Okkur frændsystkinum Ingu Bjargar langar til að leggja okkar af mörkum við að aðstoða þau á þessum erfiðu tímum og við vitum að margir vilja vera með í því.

Við höfum því ákveðið að hefja söfnun með það í huga að létta undir með þeim fjárhagslega á erfiðum tímum sem framundan eru.

Söfnunarreikningurinn er á mínu nafni og munum við færa Ingu Björgu allt það sem mun safnast fyrir jól.“

Reikningsupplýsingar söfnunarinnar eru eftirfarandi: 

Kennitala: 290489-2619

Reikningsnúmer: 0143-05-062087

AUR app: 899-9859

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“