fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Kuldinn er hitaveitum erfiður

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. desember 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skerðingar eru hafnar á afhendingu heits vatns hjá hitaveitum landsins vegna kuldakastsins í mánuðinum. Einnig hafa önnur áföll valdið hitaveitum vandræðum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segir að áföll hafi minnkað vatnsöflunargetuna hjá Selfossveitum og Norðurorku. „Við erum búin að loka fyrir gervigras, kæla niður fjölnota íþróttahúsið og loka öllum útisvæðum í sundlaugum sveitarfélagsins,“ sagði Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri Selfossveitna í samtali við Fréttablaðið.

Samkvæmt spám getur bætt í frostið um helgina og kuldakastið jafnvel haldið áfram fram yfir áramót. Sagði Sigurður að kuldakastið geti reynt verulega á Selfossveitur ef það stendur fram að áramótum. Hann sagði að eins og staðan sé núna verði sundlaugarnar áfram lokaðar. Heimilin eru í forgangi þegar kemur að afhendingu heits vatns.

Hjá Norðurorku mældist nýlega sjór í vatninu, sem er tekið á Hjalteyri, og því hefur þurft að taka alla stækkun þar út og ganga á svæðin sem fyrir eru að sögn Hjalta Steins Gunnarssonar, fagstjóra hjá Norðurorku.

Hann sagði að vatnsnotkun sé mikil þessa dagana en miðað við núverandi stöðu lendi Norðurorka ekki í vandræðum á næstunni. Hann sagðist ekki búast við skerðingum í bráð.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Í gær

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar