fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Kuldinn er hitaveitum erfiður

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. desember 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skerðingar eru hafnar á afhendingu heits vatns hjá hitaveitum landsins vegna kuldakastsins í mánuðinum. Einnig hafa önnur áföll valdið hitaveitum vandræðum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segir að áföll hafi minnkað vatnsöflunargetuna hjá Selfossveitum og Norðurorku. „Við erum búin að loka fyrir gervigras, kæla niður fjölnota íþróttahúsið og loka öllum útisvæðum í sundlaugum sveitarfélagsins,“ sagði Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri Selfossveitna í samtali við Fréttablaðið.

Samkvæmt spám getur bætt í frostið um helgina og kuldakastið jafnvel haldið áfram fram yfir áramót. Sagði Sigurður að kuldakastið geti reynt verulega á Selfossveitur ef það stendur fram að áramótum. Hann sagði að eins og staðan sé núna verði sundlaugarnar áfram lokaðar. Heimilin eru í forgangi þegar kemur að afhendingu heits vatns.

Hjá Norðurorku mældist nýlega sjór í vatninu, sem er tekið á Hjalteyri, og því hefur þurft að taka alla stækkun þar út og ganga á svæðin sem fyrir eru að sögn Hjalta Steins Gunnarssonar, fagstjóra hjá Norðurorku.

Hann sagði að vatnsnotkun sé mikil þessa dagana en miðað við núverandi stöðu lendi Norðurorka ekki í vandræðum á næstunni. Hann sagðist ekki búast við skerðingum í bráð.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri