Óháði rússneski miðillinn Meduza segir að eldur hafi komið upp í byggingarefni sem lá utan við verslunarmiðstöðina. Eldurinn hafi breiðst hratt út og borist upp á fyrstu hæð og hafi náð yfir 9.000 fermetra svæði.
Rússnesk yfirvöld sögðu að hugsanlega hafi eldurinn komið upp vegna skammhlaups í rafleiðslum vegna rigningar.
The Stroypark shopping center in #Balashikha, #Moscow region is on fire. pic.twitter.com/H2o8rQKIg7
— NEXTA (@nexta_tv) December 12, 2022
Eldsvoðinn er athyglisverður í því ljósi að á föstudaginn var stórbruni í Mega Khimki verslunarmiðstöðinni, sem er í útjaðri Moskvu. Þar lést öryggisvörður þegar brak hrundi á hann. Um 7.000 fermetrar eyðilögðust í brunanum.
Í fyrstu sögðu yfirvöld að hugsanlega hefði verið um íkveikju að ræða en TASS fréttastofan sagði síðar að eldurinn hafi komið upp vegna óhapps við logsuðu.
⚡️ This is how the "Mega Khimki" shopping center in Moscow looks after the fire. A good result, we want more! pic.twitter.com/liM4Nux5zH
— Ukraine-Russia war (@UkraineRussia2) December 9, 2022