fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Verslunarmiðstöðvar í Moskvu virðast eldfimar þessa dagana – Tveir stórbrunar á nokkrum dögum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. desember 2022 05:48

Mega Khimki verslunarmiðstöðin skemmdist mikið í eldsvoða. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær kom eldur upp í verslunarmiðstöðinni Stroypark sem er í um 40 km fjarlægð frá Moskvu. The Guardian segir að samkvæmt fréttum RIA Novosti ríkisfréttastofunnar hafi eldurinn komið upp í byggingarefni.

Óháði rússneski miðillinn Meduza segir að eldur hafi komið upp í byggingarefni sem lá utan við verslunarmiðstöðina. Eldurinn hafi breiðst hratt út og borist upp á fyrstu hæð og hafi náð yfir 9.000 fermetra svæði.

Rússnesk yfirvöld sögðu að hugsanlega hafi eldurinn komið upp vegna skammhlaups í rafleiðslum vegna rigningar.

Eldsvoðinn er athyglisverður í því ljósi að á föstudaginn var stórbruni í Mega Khimki verslunarmiðstöðinni, sem er í útjaðri Moskvu. Þar lést öryggisvörður þegar brak hrundi á hann. Um 7.000 fermetrar eyðilögðust í brunanum.

Í fyrstu sögðu yfirvöld að hugsanlega hefði verið um íkveikju að ræða en TASS fréttastofan sagði síðar að eldurinn hafi komið upp vegna óhapps við logsuðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við