fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Segir dulinn boðskap felast í ummælum Stoltenberg

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. desember 2022 09:00

Jens Stoltenberg er framkvæmdastjóri NATO. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég óttast að stríðið í Úkraínu fari úr böndunum og breiðist út og verði að stórstyrjöld á milli NATO og Rússlands. Þetta er mjög alvarlega staða og það eru örlagatímar í Evrópu og þar með fyrir Noreg. Ef þetta fer úr böndunum, getur þetta endað skelfilega.”

Þetta sagði Jens Stoltenberg í spjallþættinum „Lindmo“ hjá Norska ríkisútvarpinu NRK á föstudaginn. Hér fyrir neðan er hægt að lesa fyrri umfjöllun DV um það sem Stoltenberg sagði í þættinum.

Stoltenberg óttast að stórstyrjöld brjótist út á milli NATO og Rússlands

Áhyggjur Stoltenberg eru ekki ástæðulausar og það að hann sagði þetta í þættinum gæti verið byggt á samningi á milli NATO og Bandaríkjanna. Þetta sagði Peter Viggo Jakobsen, lektor í alþjóðastjórnmálum við danska varnarmálaskólann, í samtali við Ekstra Bladet.

„Þetta er vegna þess að menn hafa áhyggjur af hvað getur gerst ef Úkraínumönnum tekst að brjótast í gegnum rússnesku varnarlínurnar. Sérstaklega niðri við Svartahafið þannig að þeir geta komist til Krím,“ sagði Jakobsen

Hann sagði að Krím geti verið afgerandi fyrir hættuna á að Pútín beiti kjarnorkuvopnum og að til stórstyrjaldar komi. „Krím getur verið rauða línan,“ sagði hann og vísaði þar til þess að Rússar hafa sagt að ekki sé útilokað að þeir beiti kjarnorkuvopnum ef Úkraínumenn fari yfir „rauða strikið“. Ef það stefni í að Úkraínumenn séu að ná Krím á sitt vald geti það orðið til þess að Rússar beiti kjarnorkuvopnum.

Sagði Jakobsen að ekki sé útilokað að ummæli Stoltenberg séu byggð á sameiginlegri ákvörðun Bandaríkjanna og NATO um að senda Zelenskyy, Úkraínuforseta, og Vesturlöndum skilaboð um að Úkraínumenn verði kannski að halda aðeins aftur af sér.

„Venjulega hafa Bandaríkjamenn góða stjórn á því sem framkvæmdastjóri NATO segir og gerir. Ein af hugmyndunum með að segja þetta er að gefa til kynna að Úkraínumenn eigi að láta vera að ná miklu meira landi aftur úr höndum Rússa. Vandinn, séður með vestrænum augum, er að ef við leyfum Úkraínumönnum að hrekja Rússa á brott, þá eru mjög mikil hætta á að þeir beiti vígvallarkjarnorkuvopnum í Úkraínu til að koma í veg fyrir það,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“