Sky News skýrir frá þessu og segir að embættismaðurinn hafi sagt að Rússar hafi dregið þessi gömlu skotfæri upp úr birgðageymslum sínum. Það bendi til þess að þeir séu tilbúnir til að nota svo gömu skotfæri, sem hafi sum verið framleidd fyrir rúmlega 40 árum.
„Með öðrum orðum, þú setur skotfærin í og krossar fingur og vonar að þau virki og springi þegar þau lenda,“ sagði hann.
Hann sagðist telja að Rússar klári nothæfar skotfærabirgðir sínar snemma á næsta ári ef þeir fá ekki skotfæri frá erlendum birgjum eða grípi til gamalla birgða.