Landsréttur hefur fellt úr gildi úrskurð héraðsdóms þess efnis að tvímenningarnir í hryðjuverkamálinu, þeir Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson, sæti gæsluvarðhaldi til 6. janúar.
Sindri og Ísidór hafa verið látnir lausir en þeir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan 21. september.
Úrskurður Landsréttar, sem ekki hefur verið birtur, byggir á því að geðmat sem fyrir liggur kveði upp úr um að piltarnir séu hættulausir sjálfum sér og öðrum.
Þeir hafa báðir verið ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka og vopnalagabrot. Fyrir liggur að Sindri Snær bjó til skotvopn með þrívíddarprentara en seldi þau frá sér.
Fréttin hefur verið uppfærð