fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Fréttir

Hryllilega sagan á bak við flótta Hussein Hussein og fjölskyldu til Íslands – Faðir hans drepinn eftir hræðilegar pyntingar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 13. desember 2022 13:30

Hussein Hussein Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að brottvísun Hussein Hussein og fjölskyldu hans frá Íslandi til Grikklands hafi verið ólögleg. Fjölskyldan, sem er upprunalega frá Írak, var flutt með ærnum tilkostnaði af landi brott í skjóli nætur af íslenskum yfirvöldum og vakti aðgerðin mikla reiði í samfélaginu.

Nú hefur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur verið birtur á vef dómstólsins og þar má lesa um hryllilega sögu fjölskyldunnar og ástæður þess að þau hafi ákveðið að flýja heimaland sitt.

Var sjálfur talinn dauður af árásarmönnum

Í dómsorði kemur fram að Hussein hafi verið bundinn við hjólastól frá unglingsaldri vegna sjúkdóms, auk þess sem hann hafi lent í alvarlegu slysi þegar hann var barn. Hann greindi frá því fyrir dómi  að hann og fjölskylda hans hafi orðið að flýja Írak vegna ofsókna og ofbeldis sem þau hafi orðið fyrir. Upphaf þess hafi verið hjónaband eða ástarsamband bróður Hussein sem hafi á laun kvænst stúlku án leyfis fjölskyldu hennar og þanni gvegið að heiðri fjölskyldu stúlkunnar.

Það hafi flækt málið enn frekar að fjölskyldurnar hafi tilheyrt hvor sínum trúarhópnum, önnur súnní-múslimum og hin sjía-múslimum. Bróðir Hussein og brúður hans hafi í kjölfarið farið í felur. Fjölskylda stúlkunnar hafi er upp komst um hjónabandið rænt eiginkonu bróðursins og beitt hana ofbeldi. Þá hafi þau drepið föður Hussein , beitt hann sjálfan pyndingum og rekið hann og fjölskyldu hans af heimili þeirra. Hussein sagði fyrir dómi að hann og faðir hans heitinn hafi verið beittir grófu ofbeldi í Írak, meðal annars var hann pyntaður með rafmagni og skilinn eftir í ruslagámi þar sem árásarmennirnir töldu hann dauðan.

Trúverðug frásögn samkvæmt sálfræðingi

Allt þetta hafi leitt til alvarlegra líkamlegra og andlegra vandamála fyrir Hussein. Í kjölfar þessara hræðilegu atburða hafi hann og fjölskylda hans flúið til Tyrklands og þaðan komist til Grikklands í þriðju tilraun eftir miklar svaðilfarir en þar hafi aðstæður verið ömurlegar og Hussein ekki notið neinna réttinda sem fatlaður einstaklingur. Þaðan var förinni svo heitið til Íslands.

Í dómnum kemur fram að frásögn Hussein sé samkvæmt vottorði sálfræðings trúverðug og að hann hafi sterkt einkenni áfallastreituröskunar, alvarleg einkenni þunglyndis og kvíða sem og alvarleg einkenni streitu. Þá glími hann við marþættan og alvarlegan heilusfarsvanda.

Hér má lesa dóm Héraðsdóms

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu
Fréttir
Í gær

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“
Fréttir
Í gær

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“
Fréttir
Í gær

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“