fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Eitt stærsta kynferðisbrotamál Íslandssögunnar heldur áfram – Brynjar grunaður um brot gegn yfir 20 stúlkum til viðbótar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 13. desember 2022 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Joensen, maður á sextugsaldri, sem síðastliðið vor var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir margvísleg kynferðisbrot gegn fimm stúlkum undir 15 ára aldri, er grunaður um margfalt fleiri brot.

Sjá einnig: Dómur fallinn í máli Brynjars Joensen – Eitt af stærstu kynferðisbrotamálum í sögu Íslands

Mbl.is greinir frá því í dag að rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á brotum Brynjars sé lokið og gögn málsins hafi verið send til héraðssaksóknara. Ekki liggur fyrir hvort Brynjar verði ákærður aftur.

Um er að ræða grun um brot yfir fleiri en 20 stúlkum undir 15 ára aldri. Um er að ræða svipuð brot og Brynjar var dæmdur fyrir í vor. Samkvæmt ákæru þess máls hafði Brynjar samband við stúlkurnar í gegnum samskiptaforritið Snapchat þar sem hann klæmdist við þær, sendi þeim klámmyndir og fékk þær til að senda sér myndir. Hann var sakaður um nauðgun gegn stúlku í bíl og annarri á gistiheimli. Hann hefur fékk stúlkur til að nota kynlífshjálpartæki við kynlífsathafnir, taka upp myndbönd af þeim og láta senda honum.

Einnig er hann sagður hafa sent kynferðisleg myndskeið af einni stúlku til annarra stúlkna án samþykkis hennar, samkvæmt ákæru.

Hann er sagður hafa afhent einni stúlkunni kynlífshjálpartæki og undirföt og fengið hana til að nota tækið og senda sér myndefni af þeirri athöfn.

Brynjar er talinn hafa spilað nokkurs konar tölvuleik með þolendur sína þar sem sífellt grófari athafnir hafi verið verðlaunaðar með dýrari verðlaunum. Má í raun skipta þessu rafræna atferli upp í fimm borð, með líkingu við getustig í tölvuleikjum. Þannig hafi fyrsta borð verið að fá stúlku til að brosa eða hlæja í myndavél, borð tvö að senda mynd af buxnaklæddum afturenda og e.t.v. slá í afturendann, borð þrjú að hrista brjóst og senda mynd af næxbuxnaklæddum rassi, borð fjögur nakinn rass, brjóstaskora eða fullnekt; og lokaborðið er fullnæging í myndskeiði.

Brynjar setti þetta upp sem leik og í síma hans fundust skjáskot af borðunum fimm og skilaboð á milli hans og ótalmargra stúlkna sem hann reyndi að fá til að spila leikinn. Nær allar þær stúlkur sem Brynjar á enn eftir að ákæra fyrir að hafa brotið gegn spiluðu leikinm við hann.

Brynjar er sagður hafa greitt stúlkunum fyrir þessar athafnir og myndskeiðasendingar með rafrettum, rafrettuáfyllingarvökva, áfengi, undirfötum og kynlífshjálpartækjum.

Sem fyrr segir var hann dæmdur í sex ára fangelsi í vor og til greiðslu miskabóta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Í gær

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings
Fréttir
Í gær

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé