fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fréttir

Myndband af Pútín á miklu flugi á netinu – Er orðrómurinn réttur?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. desember 2022 06:03

Er Pútín að missa tökin á stjórn sinni? Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af því sem Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur lagt mikla áherslu á að segja löndum sínum á valdatíma sínum er að hann sé hófsemdarmaður þegar kemur að áfengisneyslu og að hann drekki sig ekki fullan.

Hann fjallaði meðal annars um þetta í sjálfsævisögu sinni sem kom út 1999. Þar sagði þáverandi eiginkona hans að hún hefði aldrei séð hann drukkinn.

En miðað við myndbandsupptöku frá síðasta fimmtudegi þá má ætla að Pútín hafi ekki verið alveg edrú þegar hann ræddi við fréttamenn eftir athöfn í Kreml.

Íklæddur dökkum jakkafötum, með rautt bindi og hátt glas í hönd ræddi Pútín við fréttamenn eftir að hann hafði sæmt 12 menn orðum en þá sagði hann vera „rússneskar hetjur“.

Hann ræddi um rangar upplýsingar í tengslum við stríðið í Úkraínu en þar hafa Rússar ráðist á innviði síðustu vikur með þeim afleiðingum að margir landsmenn hafa ekki vatn eða rafmagn.

„Það er mikill hávaði í kringum árásir okkar á orkuinnviði í nágrannaríkinu. Já, við gerum það, en hver byrjaði? Hver réðst á brúna til Krím?“ sagði Pútín sem virðist enn vera öskureiður yfir árásinni á brúna á milli Krím og rússneska fastalandsins þann 8. október.

Hann sagði Úkraínumenn um þjóðarmorð í austurhluta Úkraínu vegna þess að þeir hafa lokað fyrir vatnið til stórborgarinnar Donetsk.

Á upptökunni, sem er hægt að sjá í Twitterfærslunni hér fyrir neðan, vaggar Pútín fram og aftur með glasið í hönd en allt var þetta tekið upp af myndatökumönnum rússnesku ríkisfréttastöðvarinnar TASS.

Dmitri Masinski, sem rekur heimasíðuna War Translated, rak augun í upptökuna og birti hana á Twitter með enskum texta. Hafa milljónir manna horft á myndbandið síðan það var birt á fimmtudaginn. „Fullur Pútín segir að árásum á úkraínska innviði verði haldið áfram því „þeir byrjuðu þegar þeir réðust á brúna til Krím“, skrifaði Masinski.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah jafnaði metið
Fréttir
Í gær

Varar kattaeigendur í miðbænum við „helvítis ónytjungi“ sem hefur illt í hyggju

Varar kattaeigendur í miðbænum við „helvítis ónytjungi“ sem hefur illt í hyggju
Fréttir
Í gær

Jón Bjarki hraunar yfir Höskuld – „Megi þessi maður hafa ævarandi skömm fyrir sína framkomu“

Jón Bjarki hraunar yfir Höskuld – „Megi þessi maður hafa ævarandi skömm fyrir sína framkomu“
Fréttir
Í gær

Félagi í Sósíalistaflokknum segir að sér hafi liðið sérkennilega eftir skyndifund flokksins í gærkvöld – „Þetta var mjög skrýtinn fundur“

Félagi í Sósíalistaflokknum segir að sér hafi liðið sérkennilega eftir skyndifund flokksins í gærkvöld – „Þetta var mjög skrýtinn fundur“
Fréttir
Í gær

Afbrotafræðingur tjáir sig um tálbeituaðgerðir í ljósi manndrápsmálsins – „Villta vestrið leysir ekki málin og notkun tálbeitu er varasöm“

Afbrotafræðingur tjáir sig um tálbeituaðgerðir í ljósi manndrápsmálsins – „Villta vestrið leysir ekki málin og notkun tálbeitu er varasöm“