fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fréttir

Meint kynferðisbrot veldur titringi í World Class Laugum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 12. desember 2022 12:00

World Class Laugum. Mynd: Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúar á þessu ári kærði kona mann sem starfar sem einkaþjálfari í World Class fyrir kynferðisbrot vegna atviks sem átti sér stað í lok febrúar árið 2016. Rannsókn málsins var felld niður fyrr á þessu ári en sú ákvörðun var kærð til ríkissaksóknara og er málið til meðferðar þar núna.

Konan leitaði til DV með málið vegna meintrar áreitni, ögrana og ógnana hins kærða við sig þegar hún er við æfingar í World Class Laugum. Bæði konan og maðurinn hafa starfað um árabil í líkamsræktargeiranum en maðurinn flutti nýlega einkaþjálfun sína yfir í World Class Laugum frá annarri stöð World Class. Konan telur það tengjast kæru sinni á hendur honum en maðurinn segir í samtali við DV að hann hafi flutt sig um set vegna breytinga á heimilishögum.

Konan sakar manninn um að ögra sér meðal annars með því að stara á hana úr lítilli fjarlægð þegar hún er við æfingar, hanga yfir henni og elta hana inn í tækjasal. Hefur hún lagt fram gögn um þessa hegðun, ljósmyndir og myndskeið, sem ekki verður lagt mat á í þessari grein. „Hann ógnaði mér hreinlega í síðustu viku,“ segir hún.

Konan hefur kvartað undan hinu meinta áreiti við stjórnendur World Class og beðið um að maðurinn verði fluttur í starfi þannig hann hætti að starfa við World Class Laugum. Sjálf hefur hún æft í World Class Laugum um árabil. Stjórnendur World Class hafa heitið því að sjá til þess að maðurinn áreiti konuna ekki. Að hennar sögn hefur ekki verið staðið við þau fyrirheit. Þess í stað hafi áreiti mannsins aukist og versnað eftir að hún tilkynnti það.

„Ég bað um að hann yrði færður til í starfi þannig að hann hætti að starfa í World Class Laugum svo ég fái að æfa í friði og þurfi ekki að óttast að hann ráðist á mig,“ segir konan.

Segist ekki geta haft frekari afskipti af málinu

Málið er umtalað á meðal starfsfólks World Class. DV hafði samband við eigandann, Björn Leifsson, sem kannast við málið en segist lítið geta tjáð sig um það. Hann segir konuna og manninn hafa hvort sína söguna að segja og maðurinn bæði harðneiti því að hafa nauðgað konunni og að hann sé með nokkrum hætti að áreita hana.

„Ef hann yrði dæmdur fyrir nauðgun myndi ég reka hann,“ segir Björn í samtali við DV. Aðspurður segist hann líka myndu grípa til aðgerða ef maðurinn yrði ákærður. Þá telur Björn að þau gögn sem konan hefur sýnt honum séu ófullnægjandi. Þannig sé kæran í málinu, eins og hún birtist honum, lítið annað en yfirsvert skjáskot.

„Ég ætla ekki að fara að sýna honum Bjössa hvernig hann nauðgaði mér,“ segir konan en skjáskotið sýnir glöggt hver kærði hvern til lögreglu og að kært hafi verið fyrir nauðgun. Verknaðarlýsing er hins vegar svert og ólæsileg.

Björn segir að eins og staða málsins sé núna sé þetta persónulegt mál á milli þeirra tveggja, konunnar og mannsins, og hann geti ekki haft frekari afskipti af málinu.

Bæði segja hitt hafa eltihrellt sig

Maðurinn sem konan kærði fyrir nauðgun ræddi við DV. Hann segir þau hafa átt í stuttu ástarsambandi á þessum tíma. Hann hafi slitið sambandinu enda hafi hann á þeim tíma verið að fara að taka líf sitt í gegn og hafi ekki verið tilbúinn í langtímasamband. Þau hafi síðan hist einu sinni eftir að hann sleit sambandinu og það atvik sé hin meinta nauðgun, ásökun sem hann harðneitar. Hann segir þau einfaldlega hafa haft samfarir. Hann segist vera tiltölulega rólegur yfir ásökununum þar sem samviska hans sé hrein.

DV hefur traustar heimildir fyrir því að samstarfsfólk konunnar hafi upplifað viðmót hennar og ástand með þeim hætti að svo liti út sem hún hafi orðið fyrir áfalli. Um er að ræða tímabundinn vinnustað konunnar, á þessum tíma, sem var utan líkamsræktargeirans. Yfirmaður konunnar tók hana á eintal í mars þetta ár og spurði hvort eitthvað hefði komið fyrir. DV hefur heimildir fyrir því frá fyrstu hendi. Konan komst í mikið uppnám á þessum fundi og uppljóstraði ekki um hvað hefði komið fyrir. Hún segist í samtali við DV hafa ætlað að segja yfirmanninum frá meintu broti en hafi fengið kvíðakast á fundinum.

Er DV bar þetta undir hinn kærða sagði hann að vel megi vera að konan hafi verið í áfalli á þessum tíma en það hafi þá verið vegna ástarsorgar en ekki vegna nauðgunar. Hann segir að löngu eftir hina meintu nauðgun hafi konan verið að reyna að komast í samband við hann og hafi hann blokkað hana á öllum samfélagsmiðlum. Konan bendir á að kvíðakastið á fundinum með yfirmanninum hafi komið til vegna ótta við hinn kærða. Það sé þvættingur að ástarsorg hafi eitthvað með þetta mál að gera. Konan segir jafnframt að maðurinn hafi áreitt sig eftir atvikið og hún hafi blokkað hann á samfélagsmiðlum löngu á undan honum. Ljóst er að fólkinu ber engan veginn saman um þessi atvik en bæði hafa blokkað hvort annað á öllum samfélagsmiðlum og bæði segja hitt hafa áreitt sig og reynt að komast í samband við sig eftir atvikið.

Bæði konan og maðurinn hafa ítarlegri sögu að segja af málavöxtum en ekki verður greint frekar frá því hér, meðal annars til að gæta að persónuvernd beggja, eins og hægt er. Sem fyrr segir er kæran núna í meðferð hjá ríkissaksóknara.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem Trump birti og er að gera allt brjálað

Sjáðu myndbandið sem Trump birti og er að gera allt brjálað
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kjarasamningar loksins í höfn og verkföllum aflýst

Kjarasamningar loksins í höfn og verkföllum aflýst
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir