fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Vopnaðir hnífum og hótuðu dyravörðum í nótt

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 11. desember 2022 09:39

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn höfðu í hótunum við dyraverði í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Mennirnir sem um ræðir voru vopnaðir hnífum og bareflum en þeir voru báðir handteknir og vistaðir í fangaklefum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Einnig kemur fram að forráðamenn eins skemmtistaðar í miðbænum eiga von á kæru þar sem dyraverðir á staðnum voru án réttinda. Þá voru aðilar undir aldri inni á staðnum. Tvö ungmenni verða einnig kærð þar sem þau framvísuðu skilríkjum sem ekki voru í þeirra eigu en umrædd ungmenni höfðu ekki aldur til að vera inni á staðnum.

Lögreglan handtók svo aðila sem var til vandræða fyrir utan skemmtistað í miðbænum, maðurinn var kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt og í kjölfarið var honum sleppt.

Nokkrir aðilar voru stöðvaðir fyrir ölvunarakstur víðs vegar um bæinn í nótt. Einn ökumaðurinn sem var stöðvaður var einnig með tveimur of marga farþega í bílnum sínum.

Í Breiðholtinu var einstaklingur í mjög annarlegu ástandi handtekinn en sá hafði verið til vandræða og var hvergi húsum hæfur samkvæmt lögreglunni. Þá var maður handtekinn í Kópavoginum vegna líkamsárásar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi