fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Kosið um ljótustu nýbygginguna á Íslandi – „Minnir helst á IKEA mublu sem hefur verið sett vitlaust saman“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 11. desember 2022 12:39

Þessar nýbygginar eru allar tilfendar til skelfingar medalíunnar svokölluðu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa stundina fer fram kosning um ljótustu og fallegustu nýbyggingu Íslands á vef Arkitektúruppreisnarinnar á Íslandi

Arkitektúruppreisnin á Íslandi er hópur sem á uppruna sinn að rekja til sambærilegs hóps í Svíþjóð, Arkitekturupproret, en svipaða hópa er einnig að finna á hinum Norðurlöndunum.

„Arkitektúruppreisnin á Íslandi er stefna og umræðuvettvangur um framtíð arkitektúrs á Íslandi. Við viljum sjá fallegri arkitektúr í okkar byggðum og viljum sýna að það eru aðrir valmöguleikar en bara módern. Það er raunhæft að byggja fallegan hefðbundinn arkitektúr,“ segir í lýsingu hópsins á Facebook.

Þá segir að Arkitektúruppreisnin sé ópólitísk þar sem fallegur arkitektúr er „mál allra aðila.“

Í kosningu Arkitektúruppreisnarinnar eru 7 byggingar tilnefndar til heiðursverðlauna Arkitektúruppreisnarinnar. „Heiðursverðlaun Arkitektúruppreisnarinnar verða veitt fallegri og vel aðlagðri nýbyggingu sem íbúar meta mikils,“ segir um verðlaunin.

Þær byggingar sem tilnefndar eru til heiðursverðlaunanna eru: Bergþórugata 10-12 í Reykjavík, Eskiás 1 í Garðabæ, Móberg á Selfossi, Laugavegur 67a í Reykjavík, Akralundur 1-5 á Akranesi, Hverfisgata 88 í Reykjavík og Hotel Reykjavík Saga í Reykjavík.

„Misheppnaður Tetris leikur“ og „ryðgaður olíutankur“

8 byggingar eru svo tilnefndar í flokki ljótustu nýbygginganna en sigurvegarinn hlýtur hina svokölluðu skelfingar medalíu. „Skelfingar medalían verður veitt nýbyggingu sem spillir umhverfi sínu. Því miður hefur ekki verið erfitt að finna tilnefningar í þessum flokki,“ segir um verðlaunin.

Þær byggingar sem eru tilnefndar eru: Sunnusmári 1-5 í Kópavogi, Hallgerðargata 13 í Reykjavík, Álalækur 1-3 á Selfossi, Gerplustræti 21 í Mosfellsbæ, Hús íslenskunnar í Háskóla Íslands, Elliðabraut 22 í Reykjavík, Hringhamar 7 í Hafnarfirði og Móavellir 4 í Reykjanesbæ.

Stóru orðin voru ekki spöruð í lýsingunum á þessum nýbyggingum. „Ekki nær viðarklæðningin að bjarga þessari byggingu frá einsleitninni, en hún minnir helst á IKEA mublu sem hefur verið sett vitlaust saman,“ segir til dæmis í lýsingunni á nýbyggingunni á Móavöllum.

„Byggingin er eins og ryðgaður olíutankur sem er brotinn upp með gler- og sjónsteypukössum. Byggingin minnir á yfirgefna verksmiðju,“ segir svo um nýbyggingu Háskóla Íslands.

Þá er sagt að nýbyggingin við Hallgerðargötu líti út eins og „misheppnaður Tetris leikur“ og að lögunin láti bygginguna líta út eins og skrifstofubyggingu kjarnorkuvers frá árinu 1960.

Ljóst er að Arkitektúruppreisnin er á móti þeim litlausa og kassalaga stíl sem hefur verið nokkuð algengur í nýbyggingum á Íslandi á undanförnum árum.

„Grátt, grátt og… grátt. Þessi nýbygging reynir að brjóta upp á einsleitnina með því að vera dökk- og ljósgrá til skiptis. Það reynist ekki nóg til að gera bygginguna fallega, né fela einsleitnina. Byggingin er ennþá gráleitur kassi,“ segir til dæmis í lýsingunni á nýbyggingunni í Hringhömrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Samfylkingin gagnrýnir auglýsingu á vef Hafnarfjarðar harkalega – Hleypi illu blóði í viðræður

Samfylkingin gagnrýnir auglýsingu á vef Hafnarfjarðar harkalega – Hleypi illu blóði í viðræður
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur
Fréttir
Í gær

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar