fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Norskur almenningur hefur sent 170 tonn af hjálpargögnum til Úkraínu með pósti

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. desember 2022 09:00

Íbúar í Kherson sækja sér nauðsynjar hjá hjálparsamtökum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem af er ári hefur norskur almenningur sent 170 tonn af hjálpargögnum með pósti til Úkraínu. Frá því í apríl hefur norski pósturinn boðið upp á ókeypis sendingar á hjálpargögnum til Úkraínu.

Norska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni fyrirtækisins að það hafi eiginlega sent einn fullan flutningabíl, með hjálpargögn, vikulega en á síðustu vikum hafi þetta verið þrír bílar á viku.

Sendingarnar eru ekki merktar neinum móttakanda en er komið til hjálparsamtaka sem starfa í Úkraínu.

Fólk sendir allt frá ullarfatnaði til lyfja og matar og jólagjafa.

Norski pósturinn mun bjóða upp á ókeypis sendingar til Úkraínu á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Gróflega misboðið yfir „veruleikafirrtri“ auglýsingu SFS með ósmekklegu leikaravali – „Þetta er sjúkt“

Gróflega misboðið yfir „veruleikafirrtri“ auglýsingu SFS með ósmekklegu leikaravali – „Þetta er sjúkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hinrik hefur átt erfitt með kaþólsku kirkjuna eftir sláandi reynslu – „Ég horfði á vin minn og sá grátbólgin augun og reiðina í andliti hans“

Hinrik hefur átt erfitt með kaþólsku kirkjuna eftir sláandi reynslu – „Ég horfði á vin minn og sá grátbólgin augun og reiðina í andliti hans“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að eyða stórfé í tannviðgerðir en fékk enga miskunn frá Skattinum

Þurfti að eyða stórfé í tannviðgerðir en fékk enga miskunn frá Skattinum