Norska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni fyrirtækisins að það hafi eiginlega sent einn fullan flutningabíl, með hjálpargögn, vikulega en á síðustu vikum hafi þetta verið þrír bílar á viku.
Sendingarnar eru ekki merktar neinum móttakanda en er komið til hjálparsamtaka sem starfa í Úkraínu.
Fólk sendir allt frá ullarfatnaði til lyfja og matar og jólagjafa.
Norski pósturinn mun bjóða upp á ókeypis sendingar til Úkraínu á næsta ári.