fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Tengsl á milli joðneyslu og greindar barna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. desember 2022 09:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu árum hefur dregið mjög úr neyslu Íslendinga á fiski og mjólkurvörum en úr þessum matvörum fæst joð. Þetta sést þegar frammistaða barna á greindarprófum er skoðuð.

Þetta hefur komið fram í rannsókn Ingibjargar Gunnarsdóttur, prófessors í næringarfræði við HÍ, sem hefur staðið yfir í áratug og snýst um næringarþörf barnshafandi kvenna.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að eitt þúsund barnshafandi konur hafi tekið þátt í rannsókninni. Þvag- og blóðsýni voru teknar úr konunum til að kanna næringarástand þeirra og einnig var fylgst með þarmaflóru fjölda barna þeirra kvenna sem tóku þátt í rannsókninni.

„Í rannsókninni höfum við verið að þróa einfalt skimunartæki til að finna konur sem gætu haft gagn af því að breyta mataræði sínu á meðgöngu. Kveikjan að því er að við sáum fyrir nokkrum árum að tíðni meðgöngusykursýki er algengari hjá konum yfir kjörþyngd fyrir þungun. En þá tókum við líka eftir því að þær konur sem eru yfir kjörþyngd en borða góðan og hollan mat eru ekki í meiri hættu á að fá meðgöngusykursýki,“ er haft eftir Ingibjörgu.

Hún segir að í ljós hafi komið að joð skipti miklu máli fyrir barnshafandi konur. Minni joðneysla hafi áhrif og hafi lítið joð hjá barnshafandi konum verið tengt við lakari frammistöðu barna á greindarprófum.

Hér er hægt að lesa umfjöllun Fréttablaðsins um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ísland öruggasti áfangastaðurinn fyrir árið 2025

Ísland öruggasti áfangastaðurinn fyrir árið 2025
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum
Fréttir
Í gær

Gunnar Smári og Vigdís Hauks í hörkudeilum: „Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann?“

Gunnar Smári og Vigdís Hauks í hörkudeilum: „Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann?“
Fréttir
Í gær

Bergþór skýtur fast á Bjarna og Sigurð Inga vegna uppátækja þeirra í kosningabaráttunni

Bergþór skýtur fast á Bjarna og Sigurð Inga vegna uppátækja þeirra í kosningabaráttunni
Fréttir
Í gær

Egill neitar að fjalla um bók Björns í Kiljunni – „Það er einkennileg ákvörðun“

Egill neitar að fjalla um bók Björns í Kiljunni – „Það er einkennileg ákvörðun“
Fréttir
Í gær

Ferðamenn lýsa því sem er ódýrt á Íslandi – „Oreo og Capri Sonne er fáránlega ódýrt“

Ferðamenn lýsa því sem er ódýrt á Íslandi – „Oreo og Capri Sonne er fáránlega ódýrt“