fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Snekkjur, málverk og gjaldeyrir eiga að bjarga úkraínsku efnahagslífi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. desember 2022 07:03

Ítölsk yfirvöld hafa lagt hald á "SY A" snekkjuna sem er í eigu Andrey Melnichenko. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snekkjur, málverk, fasteignir og gjaldeyrir er það sem ESB ætlar að nota til að halda Úkraínu á floti á meðan stríð geisar í landinu. Þetta eru rússneskir hlutir og peningar, sem hafa verið frystir í Evrópu, og eiga að gagnast Úkraínu. Rússar eiga sem sagt að greiða kostnaðinn við stríðið sem þeir hófu.

Þetta eru skilaboðin frá Ursula von der Leyen, formanni framkvæmdastjórnar ESB. Hún vill að gjaldeyrir, í eigu Rússa, og rússneskar eignir, sem hafa verið frystar í Evrópu, verði notaðar til að aðstoða Úkraínu. Hér er ekki um neinar smáupphæðir að ræða því verðmæti þessara frystu eigna hleypur á tugum þúsunda milljarða íslenskra króna.

„Rússland og rússneskir olígarkar verða að bæta Úkraínu tjónið og greiða kostnaðinn við endurreisn landsins,“ sagði hún.

Mörgum finnst þetta eflaust rétt út frá siðferðislegum sjónarhóli en hvað varðar lögfræðilegu hlið málsins þá er hún ekki eins skýr. Segja sérfræðingar að grípa þurfi til mikillar uppfinningasemi í lögfræði til að þetta geti orðið að veruleika. Það er einmitt það sem ESB vinnur nú að.

Samkvæmt því sem háttsettir embættismenn innan ESB segja þá er stefnt að því að gjaldeyrisvaraforði rússneska seðlabankans verði settur undir stjórn fjárfestingarsjóðs til að ávaxta hann í þágu Úkraínu. Snekkjur, dýr einbýlishús og önnur verðmæti, sem hafa verið fryst, verða hugsanlega seld á uppboði og mun söluverðið renna til Úkraínu. Fyrst þarf þó að færa sönnur á að eigendur þeirra hafi brotið gegn refsiaðgerðum ESB gegn Rússlandi. Jótlandspósturinn skýrir frá þessu.

ESB segir að ekki sé vitað hversu mikið fáist fyrir þessar eignir og ekki sé vitað hvenær byrjað verður á þessu.

Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hefur ESB sett 1.241 Rússa á lista sinn yfir þá Rússa sem sæta refsiaðgerðum vegna innrásarinnar. Þetta veitir aðildarríkjum sambandsins möguleika á að frysta eignir þeirra og bankareikninga og það hafa þau nýtt sér í miklum mæli. Til dæmis má nefna að í maí lögðu ítölsk yfirvöld hald á snekkju, að verðmæti sem nemur um 100 milljörðum íslenskra króna. Talið er að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, eigi hana en noti auðkýfinginn Eduard Khudainatov sem lepp við skráningu hennar.

Í Frakklandi lögðu yfirvöld hald á dýrmætt olíumálverk eftir rússneskan málara en það er í eigu rússnesks olígarka. Í Þýskalandi hafa yfirvöld lagt hald á leiguhúsnæði sem er í eigu rússnesks þingmanns.

Alls hafa aðildarríki ESB og Bretland lagt hald á rússneskar eigur að verðmæti sem svarar til um 6.000 milljarða íslenskra króna. En gjaldeyrisvaraforði rússneska seðlabankans er ekki inni í þessari tölu. Bankinn geymdi forða sinn í bönkum í sjö ríkjum sem taka þátt í refsiaðgerðunum. Þar er gjaldeyrir upp á sem svarar til rúmlega 40.000 milljarða íslenskra króna og hefur hann verið frystur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“