Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók sex ökumenn í gærkvöldi og nótt. Þeir eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þrír þeirra reyndust vera sviptir ökuréttindum.
Í Mosfellsbæ stöðvaði lögreglan kannabisræktun. Einn var handtekinn vegna málsins.
Einn var handtekinn í Árbæjarhverfi en viðkomandi var í annarlegu ástandi. Hann var vistaður í fangageymslu.