fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Fréttir

Segja að orkukerfið í Úkraínu geti hrunið fyrir jól

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. desember 2022 05:57

Frá vígvellinum í Úkraínu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markvissar árásir Rússa á orkuinnviði í Úkraínu hafa nú staðið yfir í um tvo mánuði og hafa Rússar gert árásir á mikilvæga hluta af orkukerfinu. Hjálparsamtök segja að hugsanlega hrynji úkraínska orkukerfið algjörlega fyrir jól.

Landsmenn reyna að halda á sér hita um leið og vetrarkuldinn verður sífellt meiri og ljóst er að það hefur alvarleg áhrif ef fólk hefur hvorki rafmagn né hita.

Michael Young, yfirmaður Úkraínudeildar Mercy Group hjálparsamtakanna, segir að ef árásir Rússa á orkuinnviði halda áfram verði úkraínskir bæir og borgir nánast óhæfar til búsetu næstu mánuði. Þar verði kalt, dimmt og hættulegt. Hrun orkukerfisins sé hörmung sem bætist við þá hræðilegu stöðu sem uppi er í landinu.

Þótt bjartsýnustu spár um stöðu orkumála í Úkraínu í vetur rætist þá horfa landsmenn fram á erfiðasta vetur sögunnar. Öruggt er talið að það þurfi að skammta rafmagn og erfitt verður að halda hita á húsum.

Sergey Kovalenko, forstjóri Yasno orkufyrirtækisins, segir að miðað við núverandi aðstæður fari að rofa til í lok mars ef þjóðin lifir veturinn og rafmagnsleysið af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóttir Musk tætir í sig heimsþekktan ævisöguritara hans – „Það er andskotans brandari“

Dóttir Musk tætir í sig heimsþekktan ævisöguritara hans – „Það er andskotans brandari“
Fréttir
Í gær

Lögregla kölluð til eftir skírn í Hallgrímskirkju – „Ég er mjög hrædd því ég veit ekki hvað hann gerir næst“

Lögregla kölluð til eftir skírn í Hallgrímskirkju – „Ég er mjög hrædd því ég veit ekki hvað hann gerir næst“
Fréttir
Í gær

Sóley segir orðatiltækið „svolítið OCD“ grafa undan skilningi á þráhyggju og áráttu

Sóley segir orðatiltækið „svolítið OCD“ grafa undan skilningi á þráhyggju og áráttu
Fréttir
Í gær

Sparaði 12 milljónir á tveimur árum en íbúðin hafði á sama tíma hækkað um 18 milljónir

Sparaði 12 milljónir á tveimur árum en íbúðin hafði á sama tíma hækkað um 18 milljónir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingfesting í stóra fíkniefnamálinu – Nístandi kvíði sakborninga sem óttast afhjúpun og smánun

Þingfesting í stóra fíkniefnamálinu – Nístandi kvíði sakborninga sem óttast afhjúpun og smánun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom starfsmanni Keflavíkurflugvallar í opna skjöldu – Sjáðu myndina

Kom starfsmanni Keflavíkurflugvallar í opna skjöldu – Sjáðu myndina