fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Segir þetta vera flóttaáætlun Pútíns

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. desember 2022 06:45

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Bakland Pútíns útilokar ekki að hann muni tapa stríðinu, missa völdin og því verði að flytja hann strax á brott.“ Þetta skrifaði Abbas Gallyamov, fyrrum ræðuskrifari Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, á Telegram.

Segir Gallyamov að áætlunin um flótta Pútíns frá Rússlandi nefnist „Örkin hans Nóa“ og að eins og nafnið bendi til þá snúist hún um að hann fari til annars lands ef það verður of óþægilegt fyrir hann að vera í Rússlandi. Daily Beast skýrir frá þessu.

Hann segir að upphaflega hafi Kína verið áfangastaðurinn en fallið hafi verið frá því vegna óvissu um samstarfsvilja Kínverja.

Þess í stað eru Suður-Ameríka og þá aðallega Venesúela efst á lista Pútíns yfir hugsanlega áfangastaði ef hann neyðist til að flýja land.

Igor Sechin, forstjóri Rosneft orkurisans og náinn vinur Pútíns er sagður vera einn af aðalmönnunum á bak við þessa flóttaáætlun. Er aðstoðarmaður Sechin sagður vera í Venesúela til að undirbúa hugsanlega komu Pútíns.

Daily Beast segir að á Telegram-rásinni Mozhem Obyasnit hafi einnig verið fjallað um svipaðar flóttaáætlanir Pútíns á grunni heimilda úr innsta hring í Kreml og hjá Rosneft. Eru háttsettir embættismenn sagðir vera að kaupa landrými í Venesúela.

Ekvador, Argentína og Paragvæ eru einnig sögð koma til greina sem áfangastaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu