Milljónir Úkraínubúa hafa flúið land síðan Rússar réðust inn í landið þann 24. febrúar síðastliðinn. Fólkið hefur haldið til margra landa en samkvæmt tölum frá Flóttamannastofnun SÞ (UNCHR) hafa 165.000 úkraínskir flóttamenn fengið skjól á Norðurlöndunum.
Svíar hafa tekið við flestum eða 47.700.
Finnar hafa tekið við 43.000.
Danir 34.700.
Norðmenn 31.000
Íslendingar hafa tekið við 1.700.
Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.