Róbert Wessman, forstjóri og stjórnarformaður Alvotech, segir markaðssókn með svokölluð líftæknihliðstæðulyf fyrirtækisins genga vonum framar. Viðskipti hófust með hlutabréf fyrirtækisins á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi í dag.
Þingmenn Pírata segja þeim sýnd vanvirðing með því að þurfa að halda ræður sínar um fjárlagafrumvarp um miðja nótt án þess að neinn stjórnarliði hlusti eða taki þátt. Þingfundi var loks slitið þegar klukkan var að verða fimm í morgun.
Birna Þórðardóttir einn þekktasti aðgerðarsinni íslands er að kljást við heilabilun og lýsir því hispurslaust hvernig það er að takast á við sjúkdómurinn.
Við lítum á jólabókaflóðið og kynnum okkur hvaða jólabækur hafa fengið bestu dómarna og einnig hvaða bækur hafa fengið verstu útreiðina hingað til.